Fara í efni

Touran - Nýr 7 manna bíll frá Volkswagen

Fyrir stuttu sögðum við frá því að nýr 7 manna bíll væri væntanlegur frá Volkswagen. Nú hafa Volkswagen verksmiðjurnar loks lyft hulunni af þessum bíl sem væntanlegur er á markað í byrjun næsta árs. Fyrir stuttu sögðum við frá því að nýr 7 manna bíll væri væntanlegur frá Volkswagen. Nú hafa Volkswagen verksmiðjurnar loks lyft hulunni af þessum bíl sem væntanlegur er á markað í byrjun næsta árs. Fyrir stuttu sögðum við frá því að nýr 7 manna bíll væri væntanlegur frá Volkswagen. Nú hafa Volkswagen verksmiðjurnar loks lyft hulunni af þessum bíl sem væntanlegur er á markað í byrjun næsta árs. Bílnum verið gefið nafnið Touran, en nafnið er dregið af orðinu Tour, sem er samheiti fyrir þægindi á ferðalögum og Sharan, sem er lúxusútfærsla á 7 manna bíl Volkswagen, sem hefur verið á markaði um nokkurt skeið.

Touran er í flokki fjölnotabíla (MPV, Multi Purpose Vehicle) og er bíllinn 4.39 metrar að lengd
og 1.79 metri að breidd. Touran er mjög rúmgóður og býður upp á mikil þægindi og öryggi fyrir
ökumann og farþega. Touran verður í fyrstu í boði með nýrri FSI 1.6 lítra vél sem skilar 136 hestöflum og TDI dísilvél sem skilar um 100 hestöflum. Síðar á árinu verða fleiri vélartegundir í boði. Billinn verður í boði með nýrri 6 gíra handskiptingu og nýstárlegri 6 gíra sjálfskiptingu. Bíllnn verður með 5 sjálfstæðum sætum og bekk í öftustu sætaröð. Hægt að leggja sætin niður, færa þau fram og aftur eða fjarlægja þau með einu handtaki. Öftustu sætaröðinni er hægt að leggja niður í gólfið og með því eykst geymslurými til mikilla muna, eða allt að 600 lítrum.

Volkswagen leggur mikið upp úr öryggisatriðum í Touran. Bíllinn verður búinn loftpúðum fyrir ökumann og farþega. Þá verður bíllinn með hliðarloftpúðum fyrir farþega frammí og í annari sætaröð. Þriggja punkta öryggisbelti eru fyrir alla sjö farþegana. Bíllinn er búinn ABS bremsukerfi og ESP stöðugleikastýringu.

Volkswagen Touran kemur á markað í Evrópu í upphafi næsta árs. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær hann verður í boði á Íslandi.