Fara í efni

Úthald og árvekni!

Dakar-rallinu lýkur núna um helgina í Senegal og eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið þá eru allar líkur á 9 sigri Mitsubishi frá upphafi Dakar-rallsins, en fyrsta keppnin fór fram árið 1979. Dakar-rallið er helsta rallkeppni heims og undanfarinn aldarfjórðung hefur það verið fyrsta stórmót hvers íþróttaárs í byrjun janúar.Dakar-rallinu lýkur núna um helgina í Senegal og eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið þá eru allar líkur á 9 sigri Mitsubishi frá upphafi Dakar-rallsins, en fyrsta keppnin fór fram árið 1979. Dakar-rallið er helsta rallkeppni heims og undanfarinn aldarfjórðung hefur það verið fyrsta stórmót hvers íþróttaárs í byrjun janúar.Dakar-rallinu lýkur núna um helgina í Senegal og eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið þá eru allar líkur á 9 sigri Mitsubishi frá upphafi Dakar-rallsins, en fyrsta keppnin fór fram árið 1979. Dakar-rallið er helsta rallkeppni heims og undanfarinn aldarfjórðung hefur það verið fyrsta stórmót hvers íþróttaárs í byrjun janúar. Dakar-rallið 2004 er eins og endranær gríðarmikil þolraun og líklega eitt það alerfiðasta síðastliðinn áratug. Fjöldi hindrana og lengd áfanga gerir að enginn vafi leikur á að aðeins færustu ökumenn ná til Dakar, bílstjórar sem geta unnið bug á þreytu og ótrúlegustu hindrunum á akstursleiðinni. Úthald þessara karla og kvenna og brennandi ástríða fyrir keppninni er einstök. Dakar og strendur Lac Rose vatns eru hið helga gral sem kallar fram óbugandi staðfestu í öllum þátttakendum um að komast á leiðarenda.

Síðast en ekki síst er þó þörf fyrir mikla árvekni allra ökumanna nú þegar ekið er um Mið-Afríku á ný. Þetta á einkum við á byggðum svæðum þar sem ökumenn verða að fylgja hraðatakmörkunum nákvæmlega en þau eru 50 km í Marokkó og 30 km í öðrum Afríkuríkjum. Hraðinn er mældur á sjálfvirkan hátt með radar sem er innibyggður í GPS-staðsetningartæki allra keppenda. Þeir verða þess vegna að aka til skiptis hratt á óbyggðum svæðum og mjakast áfram á þeim byggðu. Þannig er reglan og þetta er ein af þverstæðunum í Dakar-rallinu. Eða eins og sagt er: Flýttu þér hægt.
17 áfangar:

  • Evrópa: 3 áfangar

  • Marokkó: 4 áfangar

  • Máritanía: 6 áfangar

  • Malí: 2 áfangar

  • Búrkína Fasó: 1 áfangi

  • Senegal: 1 áfangi


  • Vegalengd alls: 11.163,5 km
  • 5.428,5 km sérleiðir

  • 5.735 km í samakstri


  • Í Afríku:
  • 9.339 km, en af því eru 5.393 km sérleiðir

  • 8.798 km samhliða akstur með aðstoðarbílum

  • 1 áfangi að hluta til sá sami fyrir keppnisbíla og aðstoðarbíla (Tan-Tan > Atar)

  • maraþonáfangar: Atar > Tidjikja og Ayoûn El Atroûs > Tidjikja

  • 2 áfangar án GPS-staðsetningartækja: Nema > Mopti og Nouakchott > Dakar

  • lengsti áfangi: Tan-Tan > Atar (1.055 km)

  • stysti áfangi: Dakar > Dakar (106 km)

  • lengsta sérleið: Tidjikja > Nema (736 km)

  • stysta sérleið: Dakar > Dakar (27 km)


  • Hægt er að fylgjast með Dakar-rallinu á www.dakar.com

    Hér getur þú skoðað fáeinar myndir frá sýningunni í Smáralind