Fara í efni

Vélamiðstöðin fær afhentan nýjan sorpbíl

Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar fékk afhentan í nóvember síðastliðinn nýjan sorpbíl sem notaður verður í höfuðborginni. Bifreiðin er af gerðinni Scania R94. Í bifreiðinni er 300 hestafla 9 lítra vél sem uppfyllir Euro 3 mengunarstaðla. Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar fékk afhentan í nóvember síðastliðinn nýjan sorpbíl sem notaður verður í höfuðborginni. Bifreiðin er af gerðinni Scania R94. Í bifreiðinni er 300 hestafla 9 lítra vél sem uppfyllir Euro 3 mengunarstaðla. Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar fékk afhentan í nóvember síðastliðinn nýjan sorpbíl sem notaður verður í höfuðborginni. Bifreiðin er af gerðinni Scania R94. Í bifreiðinni er 300 hestafla 9 lítra vél sem uppfyllir Euro 3 mengunarstaðla. Scanian er þriggja öxla með loftpúðafjöðrun að aftan ásamt lyftanlegum búkka fyrir framan drifhásingu og er hann stýranlegur sem gerir bifreiðina mun liprari í snúning þegar hún er lestuð, en snúningsradíus minnkar um ca. einn meter ef bifreið er með stýranlegan búkka í stað hefðbundins.

Bíllinn kom til landsins með CR19 svefnhúsi en því var síðan breytt hjá Bílaklæðningum ehf. í Kópavogi til farþegaflutninga þannig að nú rúmar bíllinn auk bílstjóra fimm farþega. Sorptunnan kemur frá fyrirtækinu Norba í Svíþjóð og er bíllinn einnig búinn tölvuvog frá Botek.

HEKLA óskar Vélamiðstöðinni til hamingju með þennan glæsilega vinnuþjark.