Karfan er tóm.
Vélasvið HEKLU og Suðurverk undirrita samning um sölu á Caterpillar vinnuvélum og trukkum
04. mars. 2004
Samningurinn einn sá stærsti sem HEKLA hefur gert við íslenskan verktaka á sviði jarðvinnutækja
Nýlega var undirritaður samningur milli Heklu hf. og Suðurverks hf. um kaup Suðurverks á Caterpillar vinnuvélum og trukkum vegna framkvæmda við gerð tveggja stíflna við Kárahnjúkavirkjun. Samningsupphæð er um það bil 350 milljónir króna og er samningurinn einn sá stærsti sem Hekla hefur gert við íslenskan verktaka á sviði jarðvinnutækja. Samningurinn einn sá stærsti sem HEKLA hefur gert við íslenskan verktaka á sviði jarðvinnutækja
Nýlega var undirritaður samningur milli Heklu hf. og Suðurverks hf. um kaup Suðurverks á Caterpillar vinnuvélum og trukkum vegna framkvæmda við gerð tveggja stíflna við Kárahnjúkavirkjun. Samningsupphæð er um það bil 350 milljónir króna og er samningurinn einn sá stærsti sem Hekla hefur gert við íslenskan verktaka á sviði jarðvinnutækja. Samningurinn einn sá stærsti sem HEKLA hefur gert við íslenskan verktaka á sviði jarðvinnutækja
Nýlega var undirritaður samningur milli Heklu hf. og Suðurverks hf. um kaup Suðurverks á Caterpillar vinnuvélum og trukkum vegna framkvæmda við gerð tveggja stíflna við Kárahnjúkavirkjun. Samningsupphæð er um það bil 350 milljónir króna og er samningurinn einn sá stærsti sem Hekla hefur gert við íslenskan verktaka á sviði jarðvinnutækja.
Tækin verða öll afhent á tímabilinu maí júní 2004 en um er að ræða 13 Caterpillar vinnuvélar og trukka. Stíflurnar tvær sem Suðurverk mun byggja, skv. samningi við Landsvirkjun eru:
Desjarárstífla verður allt að 60 metra há og 1.100 metra löng. Fyllingarefni 2,8 milljón rúmmetrar.
Sauðárdalsstífla verður allt að 25 metra há og 1.100 metra löng. Fyllingarefni 1,5 milljón rúmmetrar.
Að öðrum samningum ólöstuðum er þetta einn mikilvægasti samningur sem Vélasvið Heklu hefur gert við íslenskt verktakafyrirtæki. Samningurinn tryggir stöðu Caterpillar í verklegum framkvæmdum á landinu enn frekar, og einnig þjónustuþátt okkar við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun, en sem kunnugt er valdi ítalska fyrirtækið Impregilo einnig Caterpillar vélar vegna virkjanaframkvæmdanna. Það er ekki síður ánægjulegt að Suðurverk sem er eitt virtasta verktækafyrirtæki landsins velji enn á ný að beina sínum viðskiptum til okkar og Caterpillar. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Vélasviðs HEKLU.
Viðskiptasaga Dofra Eysteinssonar, síðar Suðurverks, og Heklu nær aftur til maí 1966 þegar Dofri festi kaup á John Deere traktorsgröfu, sem Hekla hafði umboð fyrir á þeim tíma. Allt frá þeim tíma hafa viðskipti þessara aðila verið mikil og Suðurverk hefur um árabil verið meðal stærstu viðskiptavina Heklu. Eftir afhendingu þessara véla mun Suðurverk hafa 40 tæki frá Caterpillar í sinni þjónustu.
Suðurverk er á meðal stærstu verktaka landsins á sviði jarðvinnuframkvæmda. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 50 starfsmenn, en gera má ráð fyrir að sú tala allt að þrefaldist í tengslum við framkvæmdirnar í Kárahnjúkum. Samningur Suðurverks við Landsvirkjun er stærsti samningur sem íslenskur verktaki hefur gert á sviði jarðvinnu hér á landi.
Að öðrum samningum ólöstuðum er þetta einn mikilvægasti samningur sem Vélasvið Heklu hefur gert við íslenskt verktakafyrirtæki. Samningurinn tryggir stöðu Caterpillar í verklegum framkvæmdum á landinu enn frekar, og einnig þjónustuþátt okkar við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun, en sem kunnugt er valdi ítalska fyrirtækið Impregilo einnig Caterpillar vélar vegna virkjanaframkvæmdanna. Það er ekki síður ánægjulegt að Suðurverk sem er eitt virtasta verktækafyrirtæki landsins velji enn á ný að beina sínum viðskiptum til okkar og Caterpillar. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Vélasviðs HEKLU.
Viðskiptasaga Dofra Eysteinssonar, síðar Suðurverks, og Heklu nær aftur til maí 1966 þegar Dofri festi kaup á John Deere traktorsgröfu, sem Hekla hafði umboð fyrir á þeim tíma. Allt frá þeim tíma hafa viðskipti þessara aðila verið mikil og Suðurverk hefur um árabil verið meðal stærstu viðskiptavina Heklu. Eftir afhendingu þessara véla mun Suðurverk hafa 40 tæki frá Caterpillar í sinni þjónustu.
Suðurverk er á meðal stærstu verktaka landsins á sviði jarðvinnuframkvæmda. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 50 starfsmenn, en gera má ráð fyrir að sú tala allt að þrefaldist í tengslum við framkvæmdirnar í Kárahnjúkum. Samningur Suðurverks við Landsvirkjun er stærsti samningur sem íslenskur verktaki hefur gert á sviði jarðvinnu hér á landi.