Fara í efni

Velja bara CAT

Bjarni Pálsson og kona hans, Hulda Leifsdóttir, fengu nýlega afhenta nýja CAT 444E traktórsgröfu.Bjarni Pálsson og kona hans, Hulda Leifsdóttir, fengu nýlega afhenta nýja CAT 444E traktórsgröfu.Bjarni Pálsson og kona hans, Hulda Leifsdóttir, fengu nýlega afhenta nýja CAT 444E traktórsgröfu. Þetta er ein fyrsta vélin af þessari línu sem Caterpillar framleiðir sem er afhent hér á landi. Vélin er mjög vel búin með fjórhjólastýri, 1,3 m3 opnanlegri framskóflu, vökvahraðtengi að framan og göfflum, Engon EC10 rótortilti, fleyglögnum og vökvahraðtengi að aftan.

Þess má til gamans geta að þetta er fimmta Caterpillar traktórsgrafan sem Bjarni kaupir, en þá fyrstu, CAT 436, keypti hann 1989 og hefur haldið tryggð við CAT og HEKLU allar götur síðan.

Bjarni gerir út frá Blönduósi og þjónustar hann bæði einstaklinga og fyrirtæki.