Fara í efni

Vistvænir Volkswagen á siglingu.

Framleiðsla á e-Golf fyrir Ísland tvöfölduð:

89% AUKNING Í TENGILTVINNBÍLUM OG 65% NÝSKRÁÐRA VISTVÆNIR.

65% allra nýskráðra Volkswagen bíla það sem af er árinu 2018 eru vistvænir og hefur ekkert annað merki, fyrir utan Mitsubishi, hærra hlutfall nýskráðra vistvænna bíla. Nýskráningum á vistvænum bílum hefur fjölgað um 48% frá sama tímabili í fyrra en þeir eru nú orðnir 591, en voru 398 á sama tíma 2017. Markaðshlutdeild Volkswagen í þessum flokki eykst líka jafnt og þétt og slær nú í 20%.

Tengiltvinnbílar frá Volkswagen hafa líka slegið í gegn en það sem af er árinu 2018 hefur aukningin numið 89%. Volkswagen hefur jafnframt stóraukið hlut sinn í rafbílum og hefur markaðshlutdeildin farið úr 19% í 52% miðað við sama tíma í fyrra. Ræður þar að sjálfsögðu mest um gríðarlegar vinsældir e-Golf, sem jafnharðan selst upp.

Við höfum ekki átt neina bíla á lager hér á landi frá því að e-Golf var kynntur síðastliðið sumar, hann hefur selst upp jafnóðum. Þessari miklu eftirspurn hefur verið mætt með miklum skilningi af hálfu stjórnenda Volkswagen í Þýskalandi og framleiðsla fyrir Ísland var tvöfölduð í upphafi árs,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, vörumerkjastjóri Volkswagen á Íslandi.

Við erum nú þegar búin að staðfesta sölu á yfir 100 e-Golf á þessu ári en til samanburðar þá seldum við um 100 e-Golf allt árið 2015. Þá hafa tengiltvinnbílarnir Golf GTE og Passat GTE sem hvoru tveggja eru knúnir af rafmagni og bensíni selst mjög vel enda eru þeir afar hentugur valkostur fyrir þá sem ekki geta reitt sig á rafmagn eingöngu. Volkswagen sér mikla möguleika fyrir Ísland í bílum knúnum sjálfbærum orkugjöfum og við erum svo sannarlega stolt af því að 2 af hverjum 3 bílum sem við seljum eru vistvænir. Við höldum áfram að styðja við orkuskipti í samgöngum og mun Volkswagen á næstu misserum hefja framleiðslu á ID-línu sinni sem eru flóra af alrafmögnuðum bílum í öllum stærðarflokkum,” segir Jóhann Ingi.

Þess má geta að vegna þessara miklu vinsælda hefur Volkswagen ákveðið að framlengja vistvænt tilboð á raf- og tengiltvinnbílum.