Fara í efni

Volkswagen Touareg og Mitsubishi Pajero leiða DAKAR-rallið eftir 4. áfanga

Volkswagen Touareg og Mitsubishi Pajero leiða DAKAR-rallið eftir 4. áfanga í erfiðustu rallkeppni heims.Volkswagen Touareg og Mitsubishi Pajero leiða DAKAR-rallið eftir 4. áfanga í erfiðustu rallkeppni heims.Volkswagen Touareg og Mitsubishi Pajero leiða DAKAR-rallið eftir 4. áfanga í erfiðustu rallkeppni heims. Dakar-rallið, helsta rallkeppni heims og fyrsta stórmót hvers íþróttaárs, hófst sl. föstudag, 31. desember. Robby Gordon, sem ekur Volkswagen Touareg, vann sigur á fyrstu sérleið rallsins, 6 km sérleið á Castelldefels strönd nálægt Barcelona á Spáni. Er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamaður vinnur áfanga í þessu sögufræga ralli. Gordon gerði sér lítið fyrir og vann 4. áfanga rallsins í dag. Frakkinn Stéphane Peterhansel, sem ekur Mitsubishi Pajero varð annar og Frakkinn Bruno Saby, sem einnig ekur Volkswagen Touareg, varð þriðji.

Staðan í 4x4 flokknum eftir 4. sérleið þegar eknir hafa verið alls 666 kílómetrar, er sú að Robby Gordon og Dirk von Zitewitz á Volkswagen Touareg eru í fyrsta sæti. Tími þeirra á 4. sérleið var ein klukkustund, 26 mínútur og 24 sekúndur. Næstir koma Stéphane Peterhansel og Jean-Paul Cottret á Mitsubishi Pajero og á hæla þeirra koma síðan Bruno Saby og Michel Perin – sem aka einnig á Volkswagen Touareg. Af sjö efstu keppendum eru fjórir Volkswagen Touareg (í 1., 3., 5. og 7. sæti) og tveir Mitsubishi Pajero (í 2. og 4. sæti).

Dakar-rallið 2005 er eins og endranær gríðarmikil þolraun og líklega eitt það alerfiðasta síðastliðinn áratug. Enginn vafi leikur á að aðeins færustu ökumenn ná til Dakar, bílstjórar sem geta unnið bug á þreytu og ótrúlegustu hindrunum á akstursleiðinni. Úthald þessara karla og kvenna og brennandi ástríða fyrir keppninni er einstök.

Alls taka 686 ökutæki þátt í rallinu að þessu sinni, sem nú er haldið í 27. sinn. Bílarnir eru 164, 230 mótorhjól, 69 vörubílar og 223 aðstoðarbílar. Alls eru eknir 8956 km um Spán, Marokkó, Máritaníu og Malí en rallinu lýkur að venju í Dakar, höfuðborg Senegal 16 janúar n.k.