Fara í efni

Volkswagen Touareg sigrar aftur, nú á Bandaríkjamarkaði

Nýlega hlaut nýi jeppinn frá Volkswagen, Touareg, Gullna stýrið í flokki jeppa. Gullna stýrið er ein helsta viðurkenning sem hægt er að hljóta og jafna beðið með eftirvæntingu eftir valinu hverju sinni. Athyglisvert var að í valinu hlaut jeppinn um þriðjungi fleiri atkvæði en nýi jeppinn frá Porsche, sem hannaður var samhliða Touareg. Nýlega hlaut nýi jeppinn frá Volkswagen, Touareg, Gullna stýrið í flokki jeppa. Gullna stýrið er ein helsta viðurkenning sem hægt er að hljóta og jafna beðið með eftirvæntingu eftir valinu hverju sinni. Athyglisvert var að í valinu hlaut jeppinn um þriðjungi fleiri atkvæði en nýi jeppinn frá Porsche, sem hannaður var samhliða Touareg. Nýlega hlaut nýi jeppinn frá Volkswagen, Touareg, Gullna stýrið í flokki jeppa. Gullna stýrið er ein helsta viðurkenning sem hægt er að hljóta og jafna beðið með eftirvæntingu eftir valinu hverju sinni. Athyglisvert var að í valinu hlaut jeppinn um þriðjungi fleiri atkvæði en nýi jeppinn frá Porsche, sem hannaður var samhliða Touareg. Nú hefur Touareg bætt annari fjöður í hatt sinn en bandaríska bílablaðið Car and Driver tók sig til á dögunum og bar saman helstu keppinautana í hópi lúxusjeppa á Bandaríkjamarkaði, og þar á meðal hinn nýja Volkswagen Touareg, sem slegið hefur rækilega í gegn frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið.

Tilgangurinn var að bera saman allar lúxustorfærubifreiðir í efri miðflokki á verðbilinu 40.000 til 50.000 dollarar og voru eftirfarandi bifreiðar bornar saman í þessum samanburði blaðsins: GMC Envoy SLT, Land Rover Discovery SE, Lincoln Aviator, Volvo XC90 T6, BMW X5 3.0i, Acura MDX, Lexus GX470 og Volkswagen Touareg.

Vegna þess hve Touareg var nýr þurfti að fljúga með hann sérstaklega til þessa reynsluaksturs í Bandaríkjunum og þar slóst hann í hóp keppinautanna. Þar á meðal voru þrír nýir, Volvo XC90 T6, Lincoln Aviator og Lexus GX470. Sigurvegarinn úr síðasta samanburði, Acura MDX var nú með 20 hestöflum öflugri vél, Land Rover Discovery var nú kominn með 4,6 lítra V-8 vélina sem var áður í síðustu kynslóð Range Rover. DaimlerChrysler gat einhverra hluta vegna ekki lagt til Mercedes-Benz ML320 í samanburðinn þótt þeim hefði verið boðið.

Niðurstöðurnar komu blaðamönnum Car and Driver greinilega nokkuð á óvart. Volkswagen Touareg sigraði með nokkrum yfirburðum, í öðru sæti varð Lexus GX470, þriðja varð Acura MDX, fjórði var BMW X5 3.0i, fimmtu voru tveir bílar, þ.e. Lincoln Aviator og Volvo XC90 T6, sjöundi varð Land Rover Discovery SE og í áttunda sæti GMC Envoy SLT.

Að mati eins blaðamannanna voru eiginleikar Touareg helst þessir: Mýktin en bifreiðin gerir allt á mjúkan og yfirvegaðan hátt og kemur með nýja skilgreiningu á því hugtaki sem við höfum áður haft á sportlegum torfærubifreiðum (sport-utility).

Í sem stystu máli er Touareg að mati blaðamanna Car and Driver í myndlíkingarmáli “Fjórhjóladrifinn svissneskur fjölnotahnífur”. Til galla töldu þeir erfitt nafn í framburði og ef til vill of margþætt mælaborð. Heildardómur: Touareg hefur allt til að bera frá venjulegum bíl upp í Formúlu eitt, og allt þar á milli.

Til viðbótar framúrskarandi akstureiginleikum á venjulegum vegum var Touareg í essinu sínu í skóglendi. Frábærar driflæsingar á miðmismunadrifi og drifum ásamt sjálfvirkri afllæsingu til allra hjóla, loftfjöðrunin sem getur gefið allt að 30 sentímetra veghæð með einni skipun og hraðstillingu í akstri niður brekku gerði það að verkum Volkswagen kom hér út sem ótvíræður sigurvegari.