Fara í efni

Volkswagen Touran - framhald

Allir meginþættir innanrýmis – allt frá mælaborði að hurðarspjöldum og stjórnbúnaði er ný hönnun. Í hvert skipti, sem ökumaður þarf að nota einhvern hlut, svo sem ljósarofa ökuljósanna, þá hafa háþróaðar lausnir verið valdar, en notkun þeirra þó höfð einföld þannig að notkunin verður þægileg og ekki þarf að læra sérstaklega á virkni hlutanna. Þetta er dæmigert fyrir Volkswagen, svo er einnig um sérlega aðgengilegt útlit stjórntækja. Svo dæmi sé tekið um loftræstingu og loftfrískunarkerfi (air-conditioning): algerlega nýtt kerfi sem skýrir sig sjálft: valið fyrir stýringu loftræstingar og loftfrískunarbúnaðar, sem getur verið valbúnaður eða staðalbúnaður. (Climatic / Climatronic eru með stillingar í sitt hvoru lagi fyrir ökumann og farþega í framsæti)Allir meginþættir innanrýmis – allt frá mælaborði að hurðarspjöldum og stjórnbúnaði er ný hönnun. Í hvert skipti, sem ökumaður þarf að nota einhvern hlut, svo sem ljósarofa ökuljósanna, þá hafa háþróaðar lausnir verið valdar, en notkun þeirra þó höfð einföld þannig að notkunin verður þægileg og ekki þarf að læra sérstaklega á virkni hlutanna. Þetta er dæmigert fyrir Volkswagen, svo er einnig um sérlega aðgengilegt útlit stjórntækja. Svo dæmi sé tekið um loftræstingu og loftfrískunarkerfi (air-conditioning): algerlega nýtt kerfi sem skýrir sig sjálft: valið fyrir stýringu loftræstingar og loftfrískunarbúnaðar, sem getur verið valbúnaður eða staðalbúnaður. (Climatic / Climatronic eru með stillingar í sitt hvoru lagi fyrir ökumann og farþega í framsæti)Allir meginþættir innanrýmis – allt frá mælaborði að hurðarspjöldum og stjórnbúnaði er ný hönnun. Í hvert skipti, sem ökumaður þarf að nota einhvern hlut, svo sem ljósarofa ökuljósanna, þá hafa háþróaðar lausnir verið valdar, en notkun þeirra þó höfð einföld þannig að notkunin verður þægileg og ekki þarf að læra sérstaklega á virkni hlutanna. Þetta er dæmigert fyrir Volkswagen, svo er einnig um sérlega aðgengilegt útlit stjórntækja. Svo dæmi sé tekið um loftræstingu og loftfrískunarkerfi (air-conditioning): algerlega nýtt kerfi sem skýrir sig sjálft: valið fyrir stýringu loftræstingar og loftfrískunarbúnaðar, sem getur verið valbúnaður eða staðalbúnaður. (Climatic / Climatronic eru með stillingar í sitt hvoru lagi fyrir ökumann og farþega í framsæti) Touran II: Önnur sætaröðin

Þrjú stök sæti í annarri sætaröðinni standa hlið við hlið og vega aðeins 16 kíló hvert. Með einu handtaki er hægt að renna þeim fram eða aftur, eða til hliðar. Brjóta þau saman eða fjarlægja. Vegna hárrar setstöðu (676 mm) er þægilegt að sitja í þeim á langkeyrslu án tillits til stærðar farþega. Hæð frá setu að þaki er 989 mm.

Það var áfram gætt að smáatriðum við hönnun sætanna í annarri sætaröð. Geymsluvasar og niðurfellanleg borðplata, með bollahöldum, eru á baki ökumannssætis og framsætis (frá og með Trendline), einnig er hægt að nota miðsætið sem borð, geymsluhólf eru í gólfi fyrir framan sætin ásamt geymsluvösum innan á hurðum (sem eru einnig með rými fyrir 1-lítra flöskur). Öll þessi geymslurými koma vel að notum ef taka þarf leikföng barnanna með í ferðalögin.

Vel er séð fyrir vernd þeirra sem vilja leika sér með leikföngin á ferðalögum. Önnur sætaröðin er einnig búin líknarbelgi í hliðum við þakbrún. Öll sætin þrjú eru með þriggja punkta öryggisbelti og höfuðpúða. Tvö ytri sætin eru með Isofix festibúnaði fyrir barnabílstóla. Hærri setstaða veitir farþegum betra útsýni og gerir foreldrum auðveldara að festa sætisbeltin á börnin. Stórir sem smáir geta notfært sér sérstaka bollahöldu í afturhluta miðstokksins, en hægt er að nota hana einnig fyrir stórar vatns- eða gosflöskur.

Innanrými Touran III: þriðja sætaröðin

Ef þörf er á, er hægt að búa Touran þriðju sætaröðinni. Þegar þau eru ekki í notkun er hægt að fella þessi hágæða sæti niður í gólf farmrýmisins.
Þriggja festu öryggisbelti og höfuðpúðar, sem hægt er að hækka og lækka, eru að sjálfsögðu til staðar. Hægt er að taka höfuðpúðana af og koma þeim tryggilega fyrir í geymslu áður en þriðja sætaröðin er felld niður í gólfið.

Þegar horft er til þriðju sætaröðinnar kemur í ljós að allt að 39 geymslustaðir eru í Touran. Í þriðju sætaröðinni er einnig að finna lokuð geymsluhólf og bollahöldur í hliðum, geymsluhólf í hlið farmrýmis og í gólfi þess. Meira að segja öryggisþríhyrningurinn hefur sinn ákveðna stað – í klæðningu afturhlerans, þar sem auðvelt er að ná til hans þótt bifreiðin sé fullhlaðin. Net og krókar fyrir poka eru á hliðum, og hlíf yfir farmrými (frá og með Trendline), sem er auðveld í notkun fullkomnar ímynd þessarar nýju bifreiðar, sem hefur verið hönnuð til daglegra nota. Meira að segja í sjö sæta útgáfu er hægt að koma fyrir hlíf yfir farmrýmið fyrir aftan sætin.

Fjölbreytileiki og einstaklega mikil fjölhæfni einkenna farmrýmið. Í klassískri 5 sæta uppröðun getur farmrýmið rúmað 695 lítra og er með burðargetu upp á 660 kíló. Meira að segja með sjö sætum er pláss fyrir 121 lítra í farmrými. Þegar öll sætin í annarri röð hafa verið fjarlægð og sætin í þriðju röð hafa verð felld niður í gólfið þá rúmar Touran 1.913 lítra eða 1.989 lítra í fimm sæta útgáfunni.
Volkswagen mun bjóða Touran í þremur útfærslum (Basic, Trendline, Highline) og - þegar hann verður kynntur – með bensínvél og þremur dísilvélum. Allar þessar vélar eru með beinni innsprautun. Hin sérlega sparneytna bensínvél hefur einkennið "1.6 FSI" og gefur 115 hestöfl (85 kW). Afl dísilvélanna er frá 100 hestöflum(74 kW) (1.9-lítra TDI). Þar til viðbótar er nýhönnuð 136 hestafla (100-kW) 2,0-lítra TDI með fjórventlatækni. Þegar líður á árið 2003 munu tvær aðrar bensínvélar bætast við. Allar vélarnar mæta útblástursstaðlinum EU4.