Fara í efni

Volkswagen Touran - kynning

Volkswagen hefur nú birt fyrstu myndir og upplýsingar um Touran, en hann verður frumkynntur á fyrsta ársfjórðungi 2003. Fjölhæft rými, sem er með fimm sæti sem staðalbúnað, og sjö sem aukabúnað, hefur verið hannað með minnstu smáatriði í huga. Bifreiðin mætir þörfum allra sem þurfa mikið rými – allt að sjö sætum – hvort heldur er til daglegrar notkunar fjölskyldunnar eða til vinnu.Volkswagen hefur nú birt fyrstu myndir og upplýsingar um Touran, en hann verður frumkynntur á fyrsta ársfjórðungi 2003. Fjölhæft rými, sem er með fimm sæti sem staðalbúnað, og sjö sem aukabúnað, hefur verið hannað með minnstu smáatriði í huga. Bifreiðin mætir þörfum allra sem þurfa mikið rými – allt að sjö sætum – hvort heldur er til daglegrar notkunar fjölskyldunnar eða til vinnu.Volkswagen hefur nú birt fyrstu myndir og upplýsingar um Touran, en hann verður frumkynntur á fyrsta ársfjórðungi 2003. Fjölhæft rými, sem er með fimm sæti sem staðalbúnað, og sjö sem aukabúnað, hefur verið hannað með minnstu smáatriði í huga. Bifreiðin mætir þörfum allra sem þurfa mikið rými – allt að sjö sætum – hvort heldur er til daglegrar notkunar fjölskyldunnar eða til vinnu. Allt að þrjár sætaraðir gefa mikinn sveigjanleika í notkun og býður upp á fjölhæf not. Það sem meira er, rými Touran einkennist af því mikla plássi sem er þar til staðar. Þrátt fyrir að bifreiðin sé ekki stór að utanmáli, þá nær stærð bílsins rými mun stærri bifreiða. Til viðbótar er hægt að telja þessari nýju fjölnotabifreið frá Volkswagen til tekna umfangsmikinn staðalbúnað, svo dæmi sé tekið: útvarp með geislaspilara, fjarstýrðar samlæsingar, ABS-hemlalæsivörn og EDL og ESP-stöðugleikabúnaður.

Touran I: Umhverfi ökumanns og farþega í framsæti

Ökumanns- og framsætisfarþegasætin í Touran eiga að baki sér langa og vel hugsaða hönnun. Hugmyndin er alveg ný. Ef þau eru borin saman við hefðbundin sæti í fólksbílum þá bjóða þau upp á eilítið hærri setstöðu (631 mm), hæð frá sæti að þaki er 1.020 mm, sem gefur farþegum þægilega tilfinningu hvað varðar rými. Líknarbelgir eru að framan og til hliðar ásamt höfuðöryggispúðum við loftbrún eru staðalbúnaður. Ef börn eru með í för og sitja í barnastól sem snýr á móti umferð, er hægt að aftengja líknarbelg með rofa í hanskahólfi, en virkni hans er stýrt með lykli. Viðvörunarljós á milli loftstúta í mælaborði gefur greinilega til kynna hafi virkni líknarbelgsins verið aftengd.

Mörg geymsluhólf eru í bílnum, sem auðvelda alla umgengni um bifreiðina. Til dæmis má nefna geymsluhólf og skúffu undir ökumannssæti og framsæti. Ofan á mælaborðinu er hólf með felliloki. Viðbótargeymslurými er til staðar í stokki í lofti, en þar er að finna þrjú geymsluhólf.
Enn eitt lokað geymsluhólf er fellt undir armhvílu á miðstokki á milli framsæta. Auðvelt er að ná til geymsluvasa innan á framhurðum, en þar er rými fyrir 1-líters flöskur, vegahandbækur og kort. Enn eitt hólf er fyrir neðan útvarpið, tvær bollahöldur næst handhemilshandfangi og hanskahólfið, sem fær kælingu frá loftfrískunarkerfinu, fullkomnar pakkann og undirstrikar notagildið í daglegri notkun.

Framhald