Fara í efni

Volkswagen velur Ísland fyrir áfangastað fyrir alþjóðlegan reynsluakstur viðskiptavina

Ísland valið sem einn af áfangastöðum ársins 2004 fyrir Touareg reynsluakstur Aðdáendur torfæruaksturs munu fá ýmis tækifæri til að kynnast Volkswagen Touareg í ævintýraferðum um heim allan árið 2004. Meðal áfangastaða stærsta bílaframleiðanda Evrópu verða Ísland, Kína og Suður-Afríka. Ísland valið sem einn af áfangastöðum ársins 2004 fyrir Touareg reynsluakstur Aðdáendur torfæruaksturs munu fá ýmis tækifæri til að kynnast Volkswagen Touareg í ævintýraferðum um heim allan árið 2004. Meðal áfangastaða stærsta bílaframleiðanda Evrópu verða Ísland, Kína og Suður-Afríka.
  • Ísland valið sem einn af áfangastöðum ársins 2004 fyrir Touareg reynsluakstur Aðdáendur torfæruaksturs munu fá ýmis tækifæri til að kynnast Volkswagen Touareg í ævintýraferðum um heim allan árið 2004. Meðal áfangastaða stærsta bílaframleiðanda Evrópu verða Ísland, Kína og Suður-Afríka. Einnig verður gefinn kostur á einstökum utanvegaakstri í Moab sem er háborg torfærunnar í Utah í Bandaríkjunum. Núna stendur yfir ferð um Sahara eyðimörkina þar sem sandur og ryk, bakandi heit eyðimerkursól og jeppabifreiðar sem aka í halarófu torsóttar leiðir, en þar stendur nú yfir ævintýraferð Volkswagen en fyrirtækið býður nú upp á þjálfun ökumanna við einstök skilyrði í eyðimörkum Marokkó.

    Slagorðið Marokkóferðarinnar er „Velkomin í 1001 nótt” og ökumönnunum tólf verður vel fagnað í hinni fjörugu borg Marrakech þegar þeir koma til að taka þátt í 1200 kílómetra löngu ferðalagi yfir hóla og dali Sahara-eyðimerkurinnar. Volkswagen býður bæði viðskiptavinum sínum og öðrum áhugasömum í ævintýralegan leiðangur sem verður hvoru tveggja, dæmigerð þjálfun ökumanna og ævintýraferð. Ferðin stendur í viku og ferðalangarnir kynnast ekki bara menningu og matarhefðum heldur líka því hvað bjóða má farartækinu við erfiðar aðstæður utanvega.

    Byrjað verður á því að kenna hópnum akstur eftir GSP-leiðsögutækjum. Menn skiptast á að vísa veg og stýra hópnum að næsta áfangastað með aðstoð þaulreyndra leiðbeinenda á sviði utanvegaaksturs. Stýrimennirnir nýta sér afbragðsgott leiðsögukerfi Volkswagen til akstursins. Áfangastaðurinn er ekki sleginn inn á hefðbundinn hátt heldur eru GSP-hnit vistuð í kerfinu. Að því búnu þarf einungis að fylgja eftir örvum á skjá til að finna áfangastaðinn. Bæði karlar og konur glíma við að sniðganga náttúrulegar hindranir á leiðinni en það er ekki alltaf auðvelt.

    Touareg R5 TDI bílunum verður nær ekkert breytt fyrir þennan leiðangur. Þeir verða aðeins útbúnir undirvagnshlíf og sérstökum dekkjum til utanvegaaksturs. Þeir eru knúnir sérlega sparsamri 2,5 lítra TDI dísilvél og eldsneytistankurinn tekur 100 lítra þannig til að duga langar dagleiðir í eyðimörkinni. Það verður jafnvel mögulegt að aka nokkrar dagleiðir í röð án þess að þurfa að taka olíu.

    Flestum ökumönnunum þykir það einn af hápunktum ferðarinnar að sofa undir berum himni í kyrrlátri eyðimörkinni. Þeir skríða ofan í svefnpoka sína á milli sandhóla og yfir þeim getur að líta stjörnubjartan Sahara-himininn.

    Ökumennirnir í ævintýraferð Volkswagen fá einnig stórkostlegt tækifæri til að þjálfa sig í sandakstri í sandhólunum við Erg M'Hazil. Touareg-bíllinn fær tækifæri til að sýna hvað í loftþrýstifjöðruninni býr þegar ekið er í djúpum sandi og yfir hæðir og hóla eyðimerkurinnar. Hægt er að stilla hæð bílsins frá jörðu þannig að hún sé á bilinu frá 160 mm til 300 mm en sá eiginleiki hentar vel í öllum utanvegaakstri, ekki bara í eyðimörkinni.

    Ökumennirnir fá líka tækifæri til að gefa rækilega í á akstursleiðum keppenda í Dakar rallinu. Í næsta Dakar-ralli (1.1. til 18.1. 2004) fá svo Jutta Kleinschmidt og Bruno Saby tækifæri til að aka nýju Race Touareg gerðinni um eyðimerkursvæðin í suðausturhluta Marokkó.