Fara í efni

VW Group tilkynnir um nýtt sölumet ársins 2005

Volkswagen Group hefur gefið út tilkynningu um nýtt sölumet ársins 2005. 5,24 milljónir bíla voru afhentir viðskiptavinum um heim allan á síðasta ári en það jafngildir 3,2% söluaukningu á ársgrundvelli.Volkswagen Group hefur gefið út tilkynningu um nýtt sölumet ársins 2005. 5,24 milljónir bíla voru afhentir viðskiptavinum um heim allan á síðasta ári en það jafngildir 3,2% söluaukningu á ársgrundvelli.Volkswagen Group hefur gefið út tilkynningu um nýtt sölumet ársins 2005. 5,24 milljónir bíla voru afhentir viðskiptavinum um heim allan á síðasta ári en það jafngildir 3,2% söluaukningu á ársgrundvelli. „Þessa þróun má rekja til vel heppnaðra nýrra gerða bíla," sagði dr. Bernd Pischetsrieder, stjórnarformaður Volkswagen AG í Detroit sunnudaginn 8. janúar sl.. „Fimm tegunda okkar náðu sínum besta árangri hingað til."

Fyrirtækið hefur einkum náð athyglisverðum árangri á mörkuðum í löndum Vestur-Evrópu. Alls seldust 2,94 milljónir bíla á því sölusvæði í fyrra sem er 6,7% söluaukning miðað við næsta ár á undan. Volkswagen Group náði milljón bíla markinu í Þýskalandi og seldi 1,03 milljónir bíla þar en það er 8,2% aukning miðað við næsta ár á undan.

Þróunin var einnig mjög jákvæð í Suður-Ameríku/Suður-Afríku, alls seldust 596.000 bílar en það var 11,7% aukning miðað við næsta ár á undan. Alls seldust 312.000 bílar í Bandaríkjunum en það er hins vegar 7,6 lækkun miðað við næsta ár á undan.

Alls seldust 3,09 milljónir fólksbíla af merkinu Volkswagen um heim allan en það var aukning um 0,8%. Volkswagen náði á ný forystu í Vestur-Evrópu eftir fjögur ár og seldi 1,44 milljónir bíla á svæðinu sem var 6% aukning miðað við næsta ár á undan. Sala Volkswagen-bíla á heimamarkaði jókst um 5,6% á árinu en alls seldust 532.000 fólksbílar.

Í Suður-Ameríku/Suður-Afríku varð 17% söluaukning en alls seldust 497.000 Volkswagen fólksbílar þar. Í Bandaríkjunum seldust alls 224.000 Volkswagen fólksbílar en sala þar féll um 12,4%. Í Kína fækkaði seldum bílum í 511.000 alls eða sem nam 12,3%. Volkswagen-fólksbílar halda þó forystu á Kínamarkaði sem mest selda tegundin þar.

Skoda náði sínum besta árangri hingað til en alls seldust um 492.000 fólksbílar frá Skoda-verksmiðjunum. Það jafngildir 9% aukningu á milli ára. Heimamarkaður Skoda er Mið- og Austur-Evrópa en þar fjölgaði viðskiptavinum um 1,3% og alls seldust 186.000 bifreiðar þrátt fyrir erfiðar aðstæður á markaði. Salan á Skoda-fólksbílum jókst mest í Vestur-Evrópu eða um 14,8% en alls seldust 276.000 bifreiðar þar.

Viðskiptavinum Bentley-verksmiðjanna fjölgaði um 31,2% og urðu þeir alls 8.627 á árinu. Um er að ræða nýtt sölumet hjá þessum bresku framleiðendum úrvals lúxusbíla. Fjölgunin varð reyndar mest í Bandaríkjunum eða 51,4% en þar seldust alls 3.752 Bentley-bílar.

Sala Audi-bíla náði nýjum hæðum á árinu 2005 en alls seldust 829.000 nýir fólksbílar sem er 6,4% aukning miðað við næsta ár á undan. Salan á Audi gekk sérstaklega vel í Vestur-Evrópu þar sem sala nýrra bíla jókst um 7% en alls seldust 599.000 bílar. Sambærileg tala í Þýskalandi hækkaði um 5,1% en alls seldust 247.000 bílar þar. Sala Audi jókst einnig umtalsvert í Bandaríkjunum eða um 6,6% en alls seldust 83.000 bílar.

Á síðasta ári voru framleiddir alls 422.000 Seat-fólksbílar en það er fækkun um 4,5% miðað við næsta ár á undan. Sala jókst þó á heimamarkaði á Spáni um 0,6% en alls seldust 152.000 bílar.
Alls voru seldir 1.607 ítalskir Lamborghini-sportbílar á árinu um heim allan. Þetta er 0,9% söluaukning og nýtt met hjá þeirri verksmiðju.

Volkswagen vinnubílar juku sölu á bifreiðum í atvinnuskyni um 20,1% en þær eru hlutfallslega helsti vaxtarbroddurinn innan fyrirtækisins. Alls seldust 401.000 bifreiðar. Á heimamarkaði í Þýskalandi seldust 113.000 bílar sem er 33% aukning miðað við næsta ár á undan. Salan jókst um 23% í Vestur-Evrópu en alls seldust 250.000 bílar.