Karfan er tóm.
VW Group tilkynnir um nýtt sölumet ársins 2005
10. janúar. 2006
Volkswagen Group hefur gefið út tilkynningu um nýtt sölumet ársins 2005. 5,24 milljónir bíla voru afhentir viðskiptavinum um heim allan á síðasta ári en það jafngildir 3,2% söluaukningu á ársgrundvelli.Volkswagen Group hefur gefið út tilkynningu um nýtt sölumet ársins 2005. 5,24 milljónir bíla voru afhentir viðskiptavinum um heim allan á síðasta ári en það jafngildir 3,2% söluaukningu á ársgrundvelli.Volkswagen Group hefur gefið út tilkynningu um nýtt sölumet ársins 2005. 5,24 milljónir bíla voru afhentir viðskiptavinum um heim allan á síðasta ári en það jafngildir 3,2% söluaukningu á ársgrundvelli.
Þessa þróun má rekja til vel heppnaðra nýrra gerða bíla," sagði dr. Bernd Pischetsrieder, stjórnarformaður Volkswagen AG í Detroit sunnudaginn 8. janúar sl.. Fimm tegunda okkar náðu sínum besta árangri hingað til."
Fyrirtækið hefur einkum náð athyglisverðum árangri á mörkuðum í löndum Vestur-Evrópu. Alls seldust 2,94 milljónir bíla á því sölusvæði í fyrra sem er 6,7% söluaukning miðað við næsta ár á undan. Volkswagen Group náði milljón bíla markinu í Þýskalandi og seldi 1,03 milljónir bíla þar en það er 8,2% aukning miðað við næsta ár á undan.
Þróunin var einnig mjög jákvæð í Suður-Ameríku/Suður-Afríku, alls seldust 596.000 bílar en það var 11,7% aukning miðað við næsta ár á undan. Alls seldust 312.000 bílar í Bandaríkjunum en það er hins vegar 7,6 lækkun miðað við næsta ár á undan.
Alls seldust 3,09 milljónir fólksbíla af merkinu Volkswagen um heim allan en það var aukning um 0,8%. Volkswagen náði á ný forystu í Vestur-Evrópu eftir fjögur ár og seldi 1,44 milljónir bíla á svæðinu sem var 6% aukning miðað við næsta ár á undan. Sala Volkswagen-bíla á heimamarkaði jókst um 5,6% á árinu en alls seldust 532.000 fólksbílar.
Í Suður-Ameríku/Suður-Afríku varð 17% söluaukning en alls seldust 497.000 Volkswagen fólksbílar þar. Í Bandaríkjunum seldust alls 224.000 Volkswagen fólksbílar en sala þar féll um 12,4%. Í Kína fækkaði seldum bílum í 511.000 alls eða sem nam 12,3%. Volkswagen-fólksbílar halda þó forystu á Kínamarkaði sem mest selda tegundin þar.
Skoda náði sínum besta árangri hingað til en alls seldust um 492.000 fólksbílar frá Skoda-verksmiðjunum. Það jafngildir 9% aukningu á milli ára. Heimamarkaður Skoda er Mið- og Austur-Evrópa en þar fjölgaði viðskiptavinum um 1,3% og alls seldust 186.000 bifreiðar þrátt fyrir erfiðar aðstæður á markaði. Salan á Skoda-fólksbílum jókst mest í Vestur-Evrópu eða um 14,8% en alls seldust 276.000 bifreiðar þar.
Viðskiptavinum Bentley-verksmiðjanna fjölgaði um 31,2% og urðu þeir alls 8.627 á árinu. Um er að ræða nýtt sölumet hjá þessum bresku framleiðendum úrvals lúxusbíla. Fjölgunin varð reyndar mest í Bandaríkjunum eða 51,4% en þar seldust alls 3.752 Bentley-bílar.
Sala Audi-bíla náði nýjum hæðum á árinu 2005 en alls seldust 829.000 nýir fólksbílar sem er 6,4% aukning miðað við næsta ár á undan. Salan á Audi gekk sérstaklega vel í Vestur-Evrópu þar sem sala nýrra bíla jókst um 7% en alls seldust 599.000 bílar. Sambærileg tala í Þýskalandi hækkaði um 5,1% en alls seldust 247.000 bílar þar. Sala Audi jókst einnig umtalsvert í Bandaríkjunum eða um 6,6% en alls seldust 83.000 bílar.
Á síðasta ári voru framleiddir alls 422.000 Seat-fólksbílar en það er fækkun um 4,5% miðað við næsta ár á undan. Sala jókst þó á heimamarkaði á Spáni um 0,6% en alls seldust 152.000 bílar.
Alls voru seldir 1.607 ítalskir Lamborghini-sportbílar á árinu um heim allan. Þetta er 0,9% söluaukning og nýtt met hjá þeirri verksmiðju.
Volkswagen vinnubílar juku sölu á bifreiðum í atvinnuskyni um 20,1% en þær eru hlutfallslega helsti vaxtarbroddurinn innan fyrirtækisins. Alls seldust 401.000 bifreiðar. Á heimamarkaði í Þýskalandi seldust 113.000 bílar sem er 33% aukning miðað við næsta ár á undan. Salan jókst um 23% í Vestur-Evrópu en alls seldust 250.000 bílar.
Fyrirtækið hefur einkum náð athyglisverðum árangri á mörkuðum í löndum Vestur-Evrópu. Alls seldust 2,94 milljónir bíla á því sölusvæði í fyrra sem er 6,7% söluaukning miðað við næsta ár á undan. Volkswagen Group náði milljón bíla markinu í Þýskalandi og seldi 1,03 milljónir bíla þar en það er 8,2% aukning miðað við næsta ár á undan.
Þróunin var einnig mjög jákvæð í Suður-Ameríku/Suður-Afríku, alls seldust 596.000 bílar en það var 11,7% aukning miðað við næsta ár á undan. Alls seldust 312.000 bílar í Bandaríkjunum en það er hins vegar 7,6 lækkun miðað við næsta ár á undan.
Alls seldust 3,09 milljónir fólksbíla af merkinu Volkswagen um heim allan en það var aukning um 0,8%. Volkswagen náði á ný forystu í Vestur-Evrópu eftir fjögur ár og seldi 1,44 milljónir bíla á svæðinu sem var 6% aukning miðað við næsta ár á undan. Sala Volkswagen-bíla á heimamarkaði jókst um 5,6% á árinu en alls seldust 532.000 fólksbílar.
Í Suður-Ameríku/Suður-Afríku varð 17% söluaukning en alls seldust 497.000 Volkswagen fólksbílar þar. Í Bandaríkjunum seldust alls 224.000 Volkswagen fólksbílar en sala þar féll um 12,4%. Í Kína fækkaði seldum bílum í 511.000 alls eða sem nam 12,3%. Volkswagen-fólksbílar halda þó forystu á Kínamarkaði sem mest selda tegundin þar.
Skoda náði sínum besta árangri hingað til en alls seldust um 492.000 fólksbílar frá Skoda-verksmiðjunum. Það jafngildir 9% aukningu á milli ára. Heimamarkaður Skoda er Mið- og Austur-Evrópa en þar fjölgaði viðskiptavinum um 1,3% og alls seldust 186.000 bifreiðar þrátt fyrir erfiðar aðstæður á markaði. Salan á Skoda-fólksbílum jókst mest í Vestur-Evrópu eða um 14,8% en alls seldust 276.000 bifreiðar þar.
Viðskiptavinum Bentley-verksmiðjanna fjölgaði um 31,2% og urðu þeir alls 8.627 á árinu. Um er að ræða nýtt sölumet hjá þessum bresku framleiðendum úrvals lúxusbíla. Fjölgunin varð reyndar mest í Bandaríkjunum eða 51,4% en þar seldust alls 3.752 Bentley-bílar.
Sala Audi-bíla náði nýjum hæðum á árinu 2005 en alls seldust 829.000 nýir fólksbílar sem er 6,4% aukning miðað við næsta ár á undan. Salan á Audi gekk sérstaklega vel í Vestur-Evrópu þar sem sala nýrra bíla jókst um 7% en alls seldust 599.000 bílar. Sambærileg tala í Þýskalandi hækkaði um 5,1% en alls seldust 247.000 bílar þar. Sala Audi jókst einnig umtalsvert í Bandaríkjunum eða um 6,6% en alls seldust 83.000 bílar.
Á síðasta ári voru framleiddir alls 422.000 Seat-fólksbílar en það er fækkun um 4,5% miðað við næsta ár á undan. Sala jókst þó á heimamarkaði á Spáni um 0,6% en alls seldust 152.000 bílar.
Alls voru seldir 1.607 ítalskir Lamborghini-sportbílar á árinu um heim allan. Þetta er 0,9% söluaukning og nýtt met hjá þeirri verksmiðju.
Volkswagen vinnubílar juku sölu á bifreiðum í atvinnuskyni um 20,1% en þær eru hlutfallslega helsti vaxtarbroddurinn innan fyrirtækisins. Alls seldust 401.000 bifreiðar. Á heimamarkaði í Þýskalandi seldust 113.000 bílar sem er 33% aukning miðað við næsta ár á undan. Salan jókst um 23% í Vestur-Evrópu en alls seldust 250.000 bílar.