Fara í efni

Rafbílar hagkvæmastir

Hekla hefur tekið saman kostnað við akstur bifreiða með ólíka orkugjafa. Til þess að einfalda samanburðinn notum við eyðslutölur sem eru líklegar að vetrarlagi, en ekki WLTP staðalinn, sem erfitt er að ná hér á landi, bæði fyrir rafmagnsbíla og bíla knúna jarðefnaeldsneyti.

Helstu forsendur eru að eknir séu 16.000 km á ári, hlaðið sé í heimahúsi (20 kr/kW), bensín/dísel kosti 300 kr. á líterinn. Þá er miðað við að blendingsbílar séu hlaðnir reglulega til að lágmarka eldsneyisnotkun.

 

Orkugjafi

Meðaleyðsla

Kr. á ári

Bensín (l)

11

528.000 kr.

Diesel (l)

8.5

408.000 kr.

PHEV eldsneyti (l & kW) að meðtöldu km.gjaldi

4

371.200 kr.

Rafmagn (kW) að meðtöldu km.gjaldi

30

192.000 kr.

 

Virðisaukaskattsívilnanir af rafbílum féllu niður um áramót. Í staðinn voru teknir upp styrkir frá Orkusjóði.

Ívilnunin gat í hæsta lagi verið 1.320.000 kr. En hæsti styrkur sem fæst frá Orkusjóði er 900.000 krónur og gildir hann eingöngu um rafbíla sem kosta undir 10.000.000 króna.

Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Heklu.