Karfan er tóm.
Fjármögnun
Þegar kemur að kaupum á nýjum eða notuðum bíl eru ýmsir möguleikar í boði til þess að auðvelda viðskiptavinum okkar að fjármagna kaupin. Ráðgjafar Heklu eru boðnir og búnir að útskýra mismunandi fjármögnunarleiðir og aðstoða þig við að finna þá leið sem hentar þér eða þínu fyrirtæki sem best. Endilega, hringdu, sendu fyrirspurn eða kíktu til okkar og fáðu nánari upplýsingar um fjármögnunarmöguleikana.
Einstaklingar
Fyrir einstaklinga eru eftirfarandi möguleikar í boði:
Bílalán
Fjármögnunarfyrirtæki, bankar og tryggingarfélög aðstoða kaupendur við að fjármagna kaup á nýjum bíl. Yfirleitt er gert ráð fyrir útborgun sem nemur um 25% af kaupverði bíls en bílalánið getur þó numið allt að 90% af kaupverði bifreiðar. Eftirstöðvar kaupverðsins eru fengnar að láni og getur lánstíminn verið allt að 84 mánuðir eða 7 ár. Þegar um bílalán er að ræða er kaupandi skráður eigandi bifreiðar. Tekið er veð í bílnum og er bifreiðin húftryggð á lánstímanum sem er trygging sem tryggir altjón og hlutatjón auk ábyrgðartryggingar.
Bílasamningur
Fjármögnunarfyrirtæki, bankar og tryggingarfélög aðstoða kaupendur við að fjármagna kaup á nýjum bíl. Yfirleitt er gert ráð fyrir útborgun sem nemur um 25% af kaupverði bíls en bílalánið getur þó numið allt að 90% af kaupverði bifreiðar. Eftirstöðvar kaupverðsins eru fengnar að láni og getur lánstíminn verið allt að 84 mánuðir eða 7 ár. Þegar um bílasamning er að ræða þá er fjármögnunarfyrirtækið skráður eigandi bifreiðar lántakandi er skráður umráðamaður bílsins á samningstímanum.
Rekstrarleiga
Fjármögnunarfyrirtæki bjóða einstaklingum upp á rekstrarleigu á nýjum bílum. Rekstrarleiga er óuppseigjanlegur samningur milli fjármögnunarfélags og þess sem tekur bifreiðina á rekstrarleigu. Á samningstímanum ber leigutaki ábyrgð á bifreiðagjöldum og eldsneytiskostnaði auk þess sem honum ber að tryggja bílinn hvort tveggja með ábyrgðar- og kaskótryggingu. Ef svo ber undir þá ber leigutaki einnig ábyrgð á tjóni sem ekki fellur undir tryggingavernd.
Fyrirtæki
Fyrir fyrirtæki eru eftirfarandi möguleikar í boði:
Bílalán
Fjármögnunarfyrirtæki, bankar og tryggingarfélög aðstoða kaupendur við að fjármagna kaup á nýjum bíl. Yfirleitt er gert ráð fyrir útborgun sem nemur um 25% af kaupverði bíls en bílalánið getur þó numið allt að 90% af kaupverði bifreiðar. Eftirstöðvar kaupverðsins eru fengnar að láni og getur lánstíminn verið allt að 84 mánuðir eða 7 ár. Þegar um bílalán er að ræða er kaupandi skráður eigandi bifreiðar. Tekið er veð í bílnum og er bifreiðin húftryggð á lánstímanum sem er trygging sem tryggir altjón og hlutatjón auk ábyrgðartryggingar.
Bílasamningur
Fjármögnunarfyrirtæki, bankar og tryggingarfélög aðstoða kaupendur við að fjármagna kaup á nýjum bíl. Yfirleitt er gert ráð fyrir útborgun sem nemur um 25% af kaupverði bíls en bílalánið getur þó numið allt að 90% af kaupverði bifreiðar. Eftirstöðvar kaupverðsins eru fengnar að láni og getur lánstíminn verið allt að 84 mánuðir eða 7 ár. Þegar um bílasamning er að ræða þá er fjármögnunarfyrirtækið skráður eigandi bifreiðar lántakandi er skráður umráðamaður bílsins á samningstímanum.
Rekstrarleiga
Fjármögnunarfyrirtæki bjóða fyrirtækjum upp á rekstrarleigu á nýjum bílum. Rekstrarleiga er nokkurs konar blanda af fjármögnun og flotastýringu og hentar því vel fyrirtækjum sem vilja gagnsæi á allan rekstrarkostnað tengdan bifreiðinni. Í rekstrarleigu er gert ráð fyrir öllum fjármagnskostnaði, afskriftum, kostnaði tengdur þjónustu og endursöluáhættu í mánaðarlegum afborgunum á meðan á lánstíma varir. Rekstrarleiga er óuppseigjanlegur samningur milli fjármögnunarfélags og þess sem tekur bifreiðina á rekstrarleigu. Á samningstímanum ber leigutaki ábyrgð á bifreiðagjöldum og eldsneytiskostnaði auk þess sem honum ber að tryggja bílinn hvort tveggja með ábyrgðar- og kaskótryggingu. Ef svo ber undir þá ber leigutaki einnig ábyrgð á tjóni sem ekki fellur undir tryggingavernd.
Kaupleiga
Fjármögnunarfyrirtæki bjóða fyrirtækjum upp á kaupleigu. Kaupleiga bindur ekki rekstrarfé fyrirtækja þar sem fjármögnunarfyrirtækið kaupir bílinn og leigir fyrirtækinu svo bílinn í umsaminn tíma. Að leigutíma loknum, þegar búið er að greiða umsamda lokagreiðslu er bílnum afsalað til fyrirtækisins en þangað til sú greiðsla bers er bíllinn trygging fjármögnunarfyrirtækisins fyrir efndum á kaupleigusamningum. Þrátt fyrir að bifreiðin sé í eigu fjármögnunarfyrirtækis þá getur leigutaki eignfært hann, skuldfært á móti og afskrifað bílinn í sínum bókum.