Fara í efni

Hulduheimsókn

Frí þjónustuskoðun
fyrir bílinn þinn

Við auglýsum eftir bílum til þess að framkvæma hulduheimsóknir á verkstæðum okkar sem er mikilvægur hluti af gæðakerfi okkar. Ferlið er þannig að bifreið er tekin og "bilun komið fyrir" í henni áður en hún fer í þjónustukoðun til að við getum metið hvernig frammistaða okkar er.

Þátttaka í hulduheimsókn á verkstæðum felur í sér einhverja fyrirhöfn að hálfu þátttakenda sem fyrir vikið fær þjónustuskoðun á bílnum sínum fría. Hinsvegar þarf að greiða efnis- og vinnukostnað vegna þátta sem tengjast ekki hulduheimsókninni sjálfri. Er þar átt við mögulegar viðgerðir sem framkvæma þarf á bílnum og eru ekki hluti af þjónustuskoðun, en um slíkt er ávallt tilkynnt fyrirfram og samið um kostnað.

Þátttökuskilyrði

Hulduheimsóknir eru framkvæmdar reglulega og ef þú verður fyrir valinu þá verður haft samband við þig. Hekla áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum án skýringa.

Eftirfarandi bifreiðar uppfylla þátttökuskilyrði:

  • Bifreiðin er 1-7 ára gömul
  • Kominn er tími á 30.000 km, 60.000 km, 90.000 km. eða 120.000 km. þjónustuskoðun
  • Bifreiðin hefur fylgt reglubundnu þjónustueftirliti skv. handbók hjá Heklu eða þjónustuumboðum sem eru í samstarfi við Heklu.

Ef bifreiðin þín uppfyllir þessi skilyrði þá getur þú sótt um þátttöku.

Sækja um þátttöku

Hvað viltu gera næst?

Þjónustutorg Heklu býður alhliða þjónustu fyrir bílinn þinn. Hvort sem þú vilt renna við til að fá aðstoð við að skipta um peru eða fá þrif fyrir bílinn þinn. Þú getur komið með bílinn og sótt hann þegar þér hentar með tilkomu lyklaboxins og lyklalúgunnar.