Skapaðu þína Škoda sögu
Jómundur Ólason sauðfjárbóndi í Borgarfirði er einn þeirra manna sem tileinkað hefur sér almenna nægjusemi og nýtni. Meðal þess sem Jómundur hefur nýtt betur en margur er Skoda Octavia bíll sem kona hans keypti nýjan árið 2003. Þau hjónin og einkum Jómundur hefur varið ófáum stundum í bílnum, mestmegnis á ferðum hans frá heimili þeirra í Mosfellsbæ upp í Borgarfjörð þar sem Jómundur er með sauðfjárbúskap. Nú er svo komið að bíllinn hefur náð þeim mikla áfanga að kílómetramælir hans er kominn í 1.000.000 kílómetra.