Fara í efni

162 bílar á lægra verði!

Hvorki fleiri né færri en 162 bíltegundir lækkuðu í verði hjá HEKLU 30. aprílHvorki fleiri né færri en 162 bíltegundir lækkuðu í verði hjá HEKLU 30. aprílHvorki fleiri né færri en 162 bíltegundir lækkuðu í verði hjá HEKLU 30. apríl


HEKLA náði í apríl nýjum samningum við bílaframleiðendur og lækkaði í kjölfarið verð á nýjum bílum umtalsvert. Mesta lækkun var 17% á Audi A4 1.8 TFSI, 6 gíra beinskiptum, en algengasta lækkunin var á bilinu 9 - 11%.  HEKLA hefur því að talsverðu leyti dregið til baka þær verðhækkanir sem orðið hafa frá áramótum vegna gengisbreytinga og verðhækkana frá framleiðendum.  Í verðlista eru samtals 179 mismunandi bíltegundir og lækkuðu 162 þeirra í verði en engin hækkaði. Vegin meðaltalslækkun allra bíla í verðlista er 7,9%.  Í samningum HEKLU við birgja var mest áhersla lögð á þær gerðir sem mest eru seldar og var því vegin meðaltalslækkun þeirra bíla sem standa fyrir 80% af sölu HEKLU rétt um 9,1%.
 
Auk þess að bjóða upp á betra verð á nýjum bílum er boðið upp á bílasamninga með hagstæðum vöxtum í erlendri mynt.  Dæmi um slík bílakaup er Skoda Octavia sem kostar frá kr.2.490.000 og er afborgun þar aðeins 29.900 kr. á mánuði (miðað er við gengistryggðan bílasamning til 84ra mánaða, útborgun 30% eða 747.000 kr.).
 
Hér eru dæmi um verðlækkanir HEKLU sem tóku gildi 30. apríl síðastliðinn:

Volkswagen
Verð áður
Verð nú
Lækkun
Lækkun (%)
Polo Comfortline 1.4 Beinsk.
2.110.000
1.915.000
195.000 kr.
9,24%
Golf Trendline 1.6 Beinsk.
2.560.000
2.280.000
280.000 kr.
10,94%
Jetta Comfortline 1.6 Sjálfsk.
3.190.000
2.890.000
300.000 kr.
9,40%
Passat Comf. 1.6 FSI Beinsk.
3.080.000
2.785.000
295.000 kr.
9,58%
Tiguan Track & Field 2.0 TDI, sjálfsk.
4.860.000
4.490.000
370.000 kr.
7,61%
Skoda
Verð áður
Verð nú
Lækkun
Lækkun (%)

Fabia 1.4 Beinsk.

2.160.000

1.990.000

170.000

7,87%

Octavia Combi Amb.1.8 FSI Beinsk.

3.330.000

2.870.000

460.000

13,81%

Octavia Ambiente 1.9 TDI Sjálfsk.

3.220.000

2.970.000

250.000

7,76%

Octavia Ambiente 1.9 TDI Beinsk.

3.050.000

2.770.000

280.000

9,18%

Mitsubishi
Verð áður
Verð nú
Lækkun
Lækkun (%)

Lancer Inform 1.8 Beinsk.

2.790.000

2.690.000

100.000

3,58%

Outlander Intense 5 manna Sjálfsk.

4.340.000

4.090.000

250.000

5,76%

L200 Intense Dcab Sjálfsk.

3.860.000

3.490.000

370.000

9,59%

Pajero 3.2 Invite Sjálfsk.

5.970.000

5.350.000

620.000

10,39%

Audi
Verð áður
Verð nú
Lækkun
Lækkun (%)
A3 1.6 Attr.Beinskiptur
3.590.000
3.280.000
310.000
8,64%
A4 1,8 TFSI Beinskiptur
5.090.000
4.220.000
870.000
17,09%
A4 1,8 TFSI Sjálfskiptur
5.390.000
4.560.000
830.000
15,40%
Q7 3,0 V6 TDI quattro Sjálfskiptur
10.450.000
9.330.000
1.120.000
10,72%