Karfan er tóm.
18 milljónir heimsókna í Autostadt
Skemmti- og samskiptagarður Volkswagen, Autostadt, var opnaður 1. júní 2000. Þá var þess vænst að um ein milljón manna legðu leið sína í garðinn á hverju ári. Heildarfjöldi heimsókna hefur hins vegar verið um tvær milljónir sem helgast af fádæma vinsældum garðsins og þeirri staðreynd að afhendingar á nýjum bílum hefur stórlega fjölgað í garðinum og eru nú að meðaltali um 150.000 á ári. Þriðjudaginn 14. apríl síðastliðinn tók Autostadt á móti sínum 18 milljónasta gesti níu árum fyrr en áætlað hafði verið.
“Autostadt fer inn í tíunda starfsár sitt með gott veganesti,” segir Otto Ferdinand Wachs, forstjóri Autostadt. Hann væntir þess að á þessu ári komi 19 milljónasti gesturinn í skemmti- og samskiptagarðinn. “Fjöldi nýrra viðskiptavina hefur bæst í hópinn hjá Volkswagen, ekki síst vegna átaks á sviði umhverfismála sem þýska ríkisstjórnin hefur staðið fyrir. Flestir hinna nýrri viðskiptavina hafa kunnað að meta það tækifæri sem gefst til að heimsækja skemmtigarð VW og fá bíla sína afhenta í þjónustumiðstöð viðskiptavina í Autostadt. Um þessar mundir afhendum við um það bil 4.200 nýja bíla vikulega. Vegna skipulagsmála er því sem næst ógerlegt að afhenda fleiri bíla í hverri viku en við gleðjumst sannarlega yfir þeim áhuga sem Volkswagen er sýndur í Autostadt.”
Autostadt er einn af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna í Þýskalandi. Á hverju ári koma þangað nærri tvær milljónir gesta. Autostadt nýtur vinsælda sem miðstöð listviðburða og fræðslusetur fyrir alþýðu manna. Þar fer fram umfangsmesta afhending nýrra bíla í heimi, 150.000 nýir bílar Volkswagen samstæðunnar eru afhentir þar á hverju ári. Þar er líka að finna mest sótta bílasafn í heimi, ZeitHaus.