Karfan er tóm.
5% söluaukning VW í 18% samdrætti
Á tímabilinu afhenti VW samstæðan 3.265.200 ökutæki til sinna viðskiptavina sem er 5% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að bílasala dróst saman um 17,7% í Evrópu fyrst sex mánuði þessa árs.
Eftirspurn jókst hvað mest í Þýskalandi, Brasilíu og ekki síst í Kína. Jákvæð þróun í sölu varð til að mynda í tegundunum Tiguan, Scirocco, Passat CC og Golf. Þá væntir VW þess af fyrstu viðbrögðum að mikil spurn verði eftir nýrri gerð Polo á næstu mánuðum, en Nýr Polo er væntanlegur til landsins í október á þessu ári.
Sölutölur Audi, Škoda og SEAT urðu einnig betri en meðaltal heildar markaðarins á tímabilinu.
VW samstæðan virðist því ætla að hrista af sér mesta kreppuhrollinn sem hefur leikið bílamarkaðinn grátt á þessu ári.