Karfan er tóm.
Frítt eldsneyti í eitt ár.
Þeir sem kaupa verksmiðjuframleiddan Volkswagen Passat metanbíl í febrúar fá frítt metangas í eitt ár*. Að auki fá eigendur Passat EcoFuel frítt í stæði í Reykjavík ásamt því að njóta hagstæðari kjara á lánum hjá fjármögnunarfyrirtækjum.
HEKLA hefur 10 ára reynslu í sölu og þjónustu metanbíla.
Passat kostar frá 4.550.000 kr.
Nánari upplýsingar um Volkswagen Passat.
* Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu var meðalakstur fólksbíla 12.255 km árið 2011. Miðað við 6,6 m3 meðaleyðslu Passat Ecofuel er árlegur eldsneytiskostnaður því 120.000 kr. miðað við verð á metani 1. febrúar 2013.
Metan er hagkvæmur og vistvænn innlendur orkugjafi sem nýtur síaukinna vinsælda en Volkswagen Passat EcoFuel var valinn bíll ársins árið 2012 af Íslenskum bílablaðamönnum.
Þegar íslenkst metan kom fyrst á markað hérlendis árið 2000 var það um 30% ódýrara en bensín. Munurinn hefur síðan aukist og í dag er metan um 45% ódýrari eldsneytisgjafi en bensín. Því til viðbótar má nefna að metanknúnar bifreiðar eru undanþegnar vörugjöldum og því einkar hagkvæmar bæði í kaupum og rekstri.
Margir aðrir kostir fylgja því að keyra um að Metan bifreið og má m.a. nefna að metanbifreiðar fá frítt í bílastæði í Reykjavík eða allt að 90 mínútum. Metantankar þykja einnig öruggari en hefðbundnir bensíntankar þar sem þeir eru gerðir úr sterkara efni. Allur annar öryggisbúnaður metan bifreiðarinnar eins og í bensín- eða dísilbifreiðum en framleiðendur slá ekkert af kröfum til að verja ökumann og farþega.
Það er upplifun að keyra um á metanbifreið. Á sama tíma og metanbifreiðar skila sambærilegu afli og bensín- eða dísilbifreiðar eru þær auk þess hljóðlátari og mýkri við akstur og má nefna að Volkswagen Passat EcoFuel TSI sem skilar 150 hestöflum og togar 220 Nm.
Metan CH4 er lofttegund sem m.a. myndast á urðunarstöðum sorps við niðurbrot á lífrænum úrgangi. Í dag er metangasi safnað saman á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins á Álfsnesi. Eftirspurn eftir metani hefur aukist mjög síðustu ár og ljóst er að með auknu vöruúrvali mun eftirspurnin aukast enn frekar í komandi framtíð. Fyrirséð aukin eftirspurn kallar á bætta þjónustu og því er það sönn ánægja að Olís og Metanorka sömdu í fyrra við Sorpu um kaup á metani fyrir nýjar áfyllingarstöðvar. Einnig eru áform um að hefja byggignu orkuvers til metanframleiðslu á næstunni sem mun auka framboð á metani til muna.
Viðskiptavinir HEKLU sem hafa keypt metanbíla hafa góða reynslu af notkun metans sem orkugjafa. Á sama tíma og þeir spara sér háar fjárhæðir velja þeir íslenska vöru, íslenskt hugvit, spara gjaldeyri og styðja við atvinnusköpun á Íslandi.
Komdu í HEKLU og kynntu þér kosti metans sem orkugjafa framtíðarinnar en HEKLA hefur 10 ára reynslu af sölu og þjónustu á metanbílum.