Karfan er tóm.
Afkomumet hjá atvinnubíladeild Volkswagen á fyrri árshelmingi
Hreinn rekstrarhagnaður atvinnubíladeildar Volkswagen jókst um 78% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Betri afkoma er þökkuð mikilli sölu, aukinni framleiðni og stöðugt meiri gæðum framleiðslunnar. Hreinn rekstrarhagnaður varð 215 milljónir evra og hefur aldrei verið meiri á einum árshelmingi.
Sölutekjur námu 5,2 milljónum evra en þær voru 4,4 milljarðar á fyrri árshelmingi 2007. Afkoman rennir styrkum stoðum undir fjárhagslegan vöxt fyrirtækisins og gerir það vel í stakk búið til að takast á við þær efnahagsaðstæður sem spáð er verði á síðari helmingi ársins.
Stephan Schaller, talsmaður framkvæmdastjórnar atvinnubíladeildar Volkswagen. "Það sem stuðlað hefur að þessari jákvæðu þróun er mikil spurn eftir ökutækjum okkar, enn frekari aukning í framleiðni og meiri eftirspurn í Brasilíu eftir þungum atvinnubílum.”
Með þessari góðu afkomu á fyrstu sex mánuðum ársins er einsýnt að áframhald verður á heilbrigðri rekstrarafkomu síðustu þriggja ára sem leggur grunninn að áformuðum vexti á næstu þremur árum.