Karfan er tóm.
Annie Mist valdi vistvænan bíl!
Það var vel við hæfi að CrossFit-meistarinn Annie Mist Þórisdóttir fékk draumabílinn afhentan á Vistvænum dögum HEKLU sem nú standa yfir. Um er að ræða tengiltvinnbílinn Volkswagen Golf GTE sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni.
Annie hefur keyrt Volkswagen frá því hún var sautján ára gömul. Hún fjárfesti í Volkswagen Polo áður en hún fékk bílpróf og þegar kom að því að endurnýja kom ekkert annað til greina en Volkswagen. Polo-inn var algjör draumabíll og þegar ég ákvað að skipta langaði mig bara í Volkswagen. Ég vildi aðeins stærri bíl í þetta skiptið og fannst Golf alveg fullkominn.
Annie fannst einnig vistvænn farkostur heillandi og þegar hún og kærastinn, Frederik Ægidius, byrjuðu að reynsluaka kolféllu þau fyrir Golf GTE sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Við prófuðum Golf GTE og það er svo ótrúlega þægilegt og gaman að keyra hann. Hann er hljóðlátur og tekur einstaklega vel við sér og svo fannst okkur Frederik það vera mjög mikill plús að hann sé umhverfisvænn, segir Annie sem fagnaði kaupunum með því að bregða sér út úr bænum á nýja farkostinum.