Fara í efni

Audi A3 valinn heimsbíll ársins 2014

Audi A3 hefur verið valinn besti bíll ársins 2014 eða „World car of the year“. Dómnefndin var skipuð 69 bílablaðamönnum frá 22 löndum og völdu þeir A3 sem sigurvegara. Audi A3 g-tron fékk auk þess sæti meðal þriggja efstu í flokknum besti græni bíllinn eða „World Green Car“.Audi A3 hefur verið valinn besti bíll ársins 2014 eða „World car of the year“. Dómnefndin var skipuð 69 bílablaðamönnum frá 22 löndum og völdu þeir A3 sem sigurvegara. Audi A3 g-tron fékk auk þess sæti meðal þriggja efstu í flokknum besti græni bíllinn eða „World Green Car“.

Audi A3 hefur verið valinn besti bíll ársins 2014 eða „World car of the year“. Dómnefndin var skipuð  69 bílablaðamönnum frá 22 löndum og völdu þeir A3 sem sigurvegara. Audi A3 g-tron fékk auk þess sæti meðal þriggja efstu í flokknum besti græni bíllinn eða „World Green Car“.

Rubert Stapler, stjórnarformaður AUDI AG sagði við þetta tilefni : „Audi A6 var allra fyrsti bílinn sem fékk þessi verðlaun og erum við afar ánægð með að Audi A3 hafi endurtekið það afrek með því að vera valinn heimsbíll ársins 2014 (2014 World Car of the Year). Audi A3 hefur sýnt frábæra tæknilega hæfni á öllum sviðum. Þessi virðulegu verðlaun eru áfangi sem allt fyrirtækið getur fagnað.“

Seinna á þessu ári mun verða hægt að fá A3 Sportback sem e-tron, sem er hybrid og kemst allt að 50 kílómetra á rafmótornum áður bensínvélin tekur við. Audi í Þýskalandi býður viðskiptavinum sínum upp á grænt rafmagn eða svokallaða Audi orku. Samstarfsaðili Audi í því er orkufyrirtækið LichtBlick SE í Hamburg. Audi orkan kemur öll frá endurvinnanlegum orkugjöfum og er ennþá eingöngu fáanleg á sérstökum orkustöðvum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Með Audi orku er A3 e-tron algjörlega laus við að menga þegar notast er við rafmagnsmótorinn.

Velgengni  Audi  A3 hófst árið 1996, þegar fyrsta kynslóðin leit dagsins ljós og braut blað í sögunni með opnun nýs markaðs eða svokallaðs „premium compact class“ (minni bílar í hágæðaflokki). Með tilkomu annarrar kynslóðar Audi A3 árið 2003 jókst forskotið, þá sérstaklega með tilkomu Cabriolet sem fæst þriggja dyra og sem Sportback. Þriðja kynslóðin, A3, er fáanleg í fjórum gerðum og margar hagkvæmar vélarstærðir eru í boði.

Með þessum sigri fyrir Audi A3 hefur Audi haldið sínum stað sem framleiðandi bifreiða með flesta „World Car of the Year“ titla. Vörumerkið með fjóru hringjunum hefur áður fengið þrjá „World Performance of the Year“ titla (frammistaða ársins), tvo „World Car Design of the Year“ titla (hönnun ársins), að ógleymdum „World Car of the Year“ (bíll ársins) titlinum. Í heildina hefur Audi fengið sjö titla á World Car of the Year Awards eða Bíll ársins verðlaunaafhendingunni.

Verðlaun:
2005 Audi A6  World Car of the Year
2007 Audi RS 4 World Performance Car, Audi TT World Car Design of the Year
2008 Audi R8 World Performance Car, Audi R8 World Car Design of the Year
2010 Audi R8 V10 World Performance Car
2014 Audi A3 World Car of the Year