Fara í efni

Audi kynnir rafdrifinn ofursportbíl

Audi er senuþjófurinn á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt sem nú stendur yfir. Þar kynnir Audi e-tron, ofursportbíl sem gengur eingöngu fyrir rafmagni.Audi er senuþjófurinn á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt sem nú stendur yfir. Þar kynnir Audi e-tron, ofursportbíl sem gengur eingöngu fyrir rafmagni.Audi er senuþjófurinn á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt sem nú stendur yfir. Þar kynnir Audi e-tron, ofursportbíl sem gengur eingöngu fyrir rafmagni.

 

Bíllinn er með fjórum rafmótorum, tveimur við framásinn og tveimur við afturásinn. Þeir knýja hver sitt hjól og þess vegna er e-tron um leið hreinræktaður aldrifsbíll. Þessi tveggja sæta bíll skilar 313 hestöflum og hámarkstog er 4.500 Nm. Hröðunin úr kyrrstöðu í 100 km/klst tekur 4,8 sekúndur og hröðun úr 60 km/klst í 120 km/klst 4,1 sekúndu. Orkurýmd liþíum-jóna rafgeymisins er 42,4 kílóvattstundir sem tryggir um það bil 248 km akstursdrægi.


Tölur yfir afl og hröðun er ekki það eina setur e-tron í flokk með ofursportbílum. Það er engum blöðum um það að fletta að hönnun bílsins skapar honum sess í úrvalsdeild sportbílanna. Í tæknilegri útfærslu hans er tekið mið af sérstöðu rafknúinna bíla. Rafgeymirinn er staðsettur rétt aftan við farþegarýmið sem stuðlar að lágum þyngdarpunkti og ákjósanlegri þyngdardreifingu á fram- og afturása.

Auk þess að sjá um upphitun og kælingu í innanrými stýrir nýstárlegt varmastýrikerfi bílsins ennfremur hitun og kælingu á drifkerfi hans, rafbúnaði og rafgeymi og er lykilþáttur í því að mikið akstursdrægi er ekki á kostnað þæginda í farþegarýminu.

Hugmyndabíllinn e-tron styðst við svokallaða "bíll-til-x"-samskiptatækni sem Audi hefur þróað til að auka sparneytni bíla með hefðbundinni aflrás.

Svo dæmi sé tekið reiknar búnaðurinn út ákjósanlegasta akstursmátann út frá upplýsingum frá umferðarmannvirkjum og öðrum ökutækjum um umferðarljósaskipti og umferðarflæði. Ljósabúnaður bílsins er alsjálfvirkur LED-búnaður með innbyggðum þokuljósum og beygjuljósum. 19 tommu hjól eru undir e-tron og fjórar keramikbremsur sjá um hemlunina. Við hemlun endurheimtir hemlakerfið hreyfiorku og breytir henni í raforku sem fer inn á rafgeymi bílsins.