Fara í efni

Audi Q5 valinn jeppi ársins 2009

Samtök 150 sjálfstæðra bílablaðamanna frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss hafa valið Q5 jeppa ársins 2009. Samtökin hafa veitt verðlaunin TOPauto undanfarin fjögur ár og þykja þau mjög eftirsóknarverð.Samtök 150 sjálfstæðra bílablaðamanna frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss hafa valið Q5 jeppa ársins 2009. Samtökin hafa veitt verðlaunin TOPauto undanfarin fjögur ár og þykja þau mjög eftirsóknarverð.Samtök 150 sjálfstæðra bílablaðamanna frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss hafa valið Q5 jeppa ársins 2009. Samtökin hafa veitt verðlaunin TOPauto undanfarin fjögur ár og þykja þau mjög eftirsóknarverð.

 

„Audi Q5 er afkastamikill jeppi sem sameinar helstu kosti fólksbíls en býður auk þess upp á rúmgott og þægilegt innanrými  – kjörinn bíll fyrir fjölskylduna eða frístundirnar,” segir Jörgen Felske, sölustjóri AUDI AG í Þýskalandi, sem veitti verðlaununum viðtöku í Ingolstadt á dögunum. Audi Q5 er fáanlegur með þremur aflmiklum og sparneytnum vélum, quattro sídrifi og fullkomnum fjöðrunarbúnaði. Valið er enn ein viðurkenningin á gæðum Audi bifreiða sem hafa sankað að sér alþjóðlegum viðurkenningum í gegnum tíðina.

 

Nýr Audi Q5 verður kynntur á Íslandi á næsta ári og fylgir þar eftir mikilli velgengni Audi Q7. HEKLA hefur nú opnað fyrir sérpantanir á Audi Q5 sem verða til afgreiðslu snemma á árinu 2009.