Fara í efni

Bayern Munchen Audi bikarmeistari 2009

Hápunkturinn í 100 ára afmælishátíð Audi Hápunkturinn í 100 ára afmælishátíð Audi Hápunkturinn í 100 ára afmælishátíð Audi

 

Bayern Munchen sigraði Evrópumeistarana Manchester United á dramatískan hátt í úrslitaleik fyrstu Audi bikarkeppninnar í gær. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0 en þýska liðið hafi betur í vítaspyrnukeppninni með því að skora 7 mörk gegn 6 mörkum andstæðinganna. Fyrir vikið lyftu liðsmenn Bayern Munchen í lok leiks 60 cm háum Audi bikarnum sem bætist í fjölbreytt bikarasafn þýsku meistarananna. Leikurinn fór fram á Allianz Arena leikvanginum og var uppselt á hann. Michael Rensing, markvörður Bayern Munchen var hetja liðsins þegar hann varði tvær vítaspyrnurnur.


Alls fylgdust um 130 þúsund manns með Audi bikarmótinu sem stóð yfir í tvo daga. Mótið var hápunkturinn í 100 ára afmælishátíð Audi.  Fjórum af fræknustu knattspyrnuliðum heims var boðið á mótið. Í leik um þriðja sætið virtist allt stefna í sigur AC Milan gegn Boca Juniors frá Argentínu. Silva náði forystunni fyrir AC Milan á 27. Mínútu en þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði Viatri fyrir Boca Juniors. Argentínumennirnir höfðu síðan betur í vítaspyrnukeppni gegn Ronaldinho og félögum í AC Milan og tryggðu sér þar með þriðja sætið.


Dómnefnd sem skipuð var yfirmönnum VW, Audi og DFB Sports valdi Gennaro Gattuso verðmætasta leikmann keppninnar.


Áhugasamir geta skoðað samantekt frá Audi bikarmótinu á www.audi.tv.