Fara í efni

Besti Golf sem nokkru sinni hefur verið framleiddur

Hátt gæða- og þægindastig Golf gerir hefðbundnar flokkunaraðferðir ómarktækar. Ný hönnun Golf gefur vísbendingar um framtíð Volkswagen. Hátt gæða- og þægindastig Golf gerir hefðbundnar flokkunaraðferðir ómarktækar. Ný hönnun Golf gefur vísbendingar um framtíð Volkswagen. Hátt gæða- og þægindastig Golf gerir hefðbundnar flokkunaraðferðir ómarktækar. Ný hönnun Golf gefur vísbendingar um framtíð Volkswagen.


TDI- og TSI-vélar ásamt DSG-gírskiptingu stuðla að allt að 28% minni eldsneytisnotkun

Fyrsti Golfinn með undirvagni með aðlögunarhæfni og sjálfvirkri fjarlægðarstýringu


Með myndum af nýjum Golf afléttir Volkswagen leyndinni af mikilvægustu frumkynningu ársins. Golf, sem hefur selst í yfir 26 milljónum eintaka, er vinsælasti bíll Evrópu. Nýr Golf er endurbættur á öllum sviðum. Sjötta kynslóð Golf mun að öllu leyti endurskilgreina kröfur sem gerðar eru til gæða og þæginda á breiðu sviði í þessum stærðarflokki og kaupendur hans fá meira fyrir peningana en nokkru sinni áður. Nýr Golf kemur á markað í Evrópu í október. Í framhaldi af því kemur hann á markað í Afríku, Asíu, Ástralíu og Bandaríkjunum. HEKLA gerir ráð fyrir að kynna nýjan Golf á Íslandi í janúar á næsta ári.


Enn meiri búnaður í nýjum Golf
Skýr og kraftmikil hönnun á nýjum Golf felur í sér vísbendingu um vegferð vörumerkisins inn í framtíðina. Hljóðeinangrun á háu stigi og þægindi á öllum sviðum valda því að erfitt er að staðsetja nýjan Golf í flokk með öðrum bílum. Hátæknivæddar vélar og gírkassatækni draga úr eldsneytisnotkun um allt að 28 prósent og allar bensín- og dísilvélar sem í boði eru í Golf uppfylla EU-5 viðmiðin sem taka gildi í framtíðinni.


Stoðkerfi ökumanns, eins og „sjálfvirk fjarlægðarstýring”, (ACC), „undirvagn með aðlögunarhæfni”, (DCC), og „stæðisleggjari” eru dæmi um viðbótar hátæknibúnað í Golf. Staðalbúnaður sem stórlega eykur öryggið um borð í nýjum Golf er ný kynslóð stöðugleikastýringar, ESP-kerfis, með mýkri svörun í öllum aðstæðum. Ennfremur er í bílnum bætt hönnun á yfirbyggingu með tilliti til árekstravarna, sjö öryggispúðar, þar með talinn hnépúði, sérstakir hnakkapúðar, (WOKS), sem draga úr líkum á hálshnykkjum, sætisbeltaskynjarar í aftursætum og dagljósabúnaður.
Betri hljóðeinangrun – hljóðlátasti Golf frá upphafi


Hágæða hljóðeinangrun einkennir nýja Golfinn. Sérstök deyfifilma á framrúðunni dregur ennfremur úr hljóðum í akstri. Sama hlutverki gegnir ný einangrun í hurðum og gluggafölsum. Ný lögun á hliðarspeglum dregur líka umtalsvert úr vindgnauði. Ennfremur miðuðu sérstakar breytingar á bílnum að því að einangra hljóð frá vélarrýminu þannig að þau berist ekki inn í farþegarýmið. Lítið viðnám og hljóð frá hjólbörðum og nýir vélarpúðar stuðla enn frekar að vel heppnaðri hljóðeinangrun bílsins. 


Dísilvélarnar – samrásarinnsprautun tekin upp
Einstaklega hljóðlátar TDI-dísilvélar með samrásarinnsprautun, sem í fyrsta sinn eru í boði í Golf,  leggja umtalsvert af mörkum til þess að gera bílinn hljóðlátan. Tvær jafnvægisstangir koma í veg fyrir óæskilegan titring frá vél. Þegar fram líða stundir verða í boði TDI-dísilvélar sem afkasta 90 til 170 hestöflum. Strax við markaðssetningu verður Golf fáanlegur með tveimur 2ja lítra TDI-dísilvélum, annars vegar 110 hestafla og hins vegar 140 hestafla. Sótagnasía (DPF) er staðalbúnaður.


Nýju TDI-dísilvélarnar eru framúrskarandi sparneytnar. 110 hestafla vélin eyðir einungis 4,5 lítrum á hverja 100 km, (koltvísýringslosun 119 gr/km), sem er 0,6 lítrum minn eyðsla en áður. Meira að segja 140 hestafla vélin eyðir einungis 4,9 lítrum á hundraðið, (koltvísýringslosun 129 gr/km), sem er líka 0,6 lítrum minna en áður.


Bensínvélarnar – sparneytnari en nokkru sinni
Þegar Golf kemur á markað verður hann í boði með fjórum mismunandi gerðum TSI-bensínvéla; 80, 102, 122 og 160 hestafla. 122 hestafla vélin er með keflablásara og/eða forþjöppu. Staðreyndin er sú að bensínvélarnar eru ekki síður í fararbroddi á sviði sparneytni. Grunngerð bílsins er með 80 hestafla vél sem eyðir einungis 6,4 lítrum á hverja 100 km, (koltvísýringslosun 149 gr/km), sem er 0,5 lítrum minna en í fyrri gerð. Aðrar gerðir TSI-vélanna eru einnig skólabókardæmi um litla eyðslu. 1,4 lítra TSI-vélin sem afkastar 122 hestöflum, eyðir ekki nema 6,2 lítrum á hundraðið, (koltvísýringslosun 144 gr/km),  sem er 0,1 lítra minna en fyrri gerð. Meira að segja nýja 1,4 lítra, 160 hestafla TSI-vélin eyðir ekki nema 6,3 lítrum á hundraðið. Til samanburðar eyðir hún 1,6 lítrum minna en 150 hestafla FSI-vélin sem nú er ekki lengur í framleiðslu.


DSG – kemur í stað hefðbundinnar sjálfskiptingar
Allar gerðir bílsins með bensín- og dísilvélum, að grunngerðum undanskildum, eru fáanlegar með tvíkúplandi gírskiptingu Volkswagen, DSG. Það ræðst af snúningsvægi vélarinnar hvort um er að ræða sex eða sjö þrepa DSG. Kostir DSG eru mikil sparneytni og hraði í gírskiptingum og hefur þessi tækni leyst hefðbundnar sjálfskiptingar af hólmi í Golf. Skilvirknin í samtvinnu TSI og DSG-tækninnar sést berlega á meðaleyðslu 160 hestafla Golf 1.4 TSI með 7 þrepa DSG-gírkassa sem er einungis 6,0 lítrar á hundraðið, (koltvísýringslosun 139 gr/km).  Þessi hátæknilega tvenna leysir af hólmi 150 hestafla 2.0 FSI-vélina með sex þrepa sjálfskiptingu sem eyddi að meðaltali 8,3 lítrum á hundraðið. Eldsneytisnotkunin dregst með öðrum orðum saman um 2,3 lítra þrátt fyrir meira afl, fer 28% niður.


Útlitshönnun –  Nákvæmni í nýjum formum
Hátt gæðastig hins nýja Golf endurspeglast ekki síst í stílrænni hönnun bílsins. Allir meginhlutar yfirbyggingarinnar voru endurhannaðir. „Við höfum skapað ný og fullmótuð form úr öllum meginþáttum bílsins,” sagði Walter de Silva, yfirhönnuður Volkswagen-samsteypunnar við kynningu bílsins. „Golf er fyrirmynd alþjóðlegrar bílahönnunar. Uppbygging og sjónrænar útlínur nýja bílsins urðu þess vegna að vera skýrar og um leið einstakar.” Um leið er sjötta kynslóð Golf sportlegri og aðgreinanlegri í útliti en fyrri kynslóðir. „Hönnunin er ákveðnari og útlínurnar búa yfir meiri þrívíddardýpt en fyrirrennarinn. Allar línur og brot eru skýrt afmörkuð og hlutföll út- og innfellinga í yfirbyggingunni eru fínlegri.” Klaus Bischoff, yfirhönnuður Volkswagen, bætir við að öll smáatriði í hönnun bílsins miði án málamiðlana að því að auka gæði hans. 


Með beinum samanburði á fimmtu og sjöttu kynslóð Golf ætti enginn að velkjast í vafa um hve mikið nýr Golf hefur breyst. Hönnunarteymi undir stjórn de Silva og Bischoff einangraði hið eiginlega erfðaefni bílsins og skapaði úr því bíl framtíðarinnar. Stílræn einkenni nýja bílsins byggja meðal annars á skýrt afmörkuðum framenda fyrstu kynslóðarinnar og C-stólpa sem var fullkomnaður í fjórðu kynslóð Golf.


Eins og á sportbílnum Scirocco hvílir þakið á Golf á hárri hliðarlínu sem þakka má fleygmyndaðri línu sem hnyklast eins og þrautþjálfaður vöðvi alveg frá framljósum að afturljósunum. Þessi nálgun, sem hönnunardeild Volkswagen kallar „skapgerðarlínu”, gefur nýjum Golf stæðilegri hliðarsvip á veginum.

Almennt má segja að meiri slaki sé í öllum yfirborðslínum Golf sem um leið er kraftalegri á að líta. Á nýja bílnum er lögun skreytinga í kringum vatnskassahlífina í láréttri stöðu á milli aðalljósanna. Sjálf vatnskassahlífin er með svörtum gljáa. Formin í framstuðaranum kallast á við formin í vatnskassahlífinni. Undir stuðaranum er síðan að finna loftinntök. Krómlagðar hlífar fyrir glæsilega hönnuð aðalljóskerin eru einnig á svörtum bakgrunni. Láréttar línur einkenna líka afturhluta bílsins. Það sem meðal annars setur svip sinn á afturljósin, sem eru orðin einkar breið, er hönnun sem miðar að betri lýsingu að nóttu til. Stílrænt minna þau á afturljósin á Touareg. Samspil allra hönnunarþáttanna í nýjum Golf gefa honum yfirbragð mun breiðari, lægri og jafnvel enn dýrari bíls.


Innanrými – fram úr viðmiðum
Það er ekki síður endurhannað innanrýmið sem gefur bílnum aukið gildi. Fágaður frágangur og búnaður bílsins, jafnt í sjónrænni upplifun og notkun, ekki síst í stjórnrýminu, umbylta öllum viðmiðum í stærðarflokkum. Útlit og uppsetning ásamt efnisnotkun, eins og til dæmis smáatriði eins og listar úr burstuðu krómi og kringlóttir mælar sem koma beint úr Passat CC, vekja upp þá tilfinningu að Golf tilheyri allt öðrum og hærri gæðaflokki. Enn frekar var unnið að því að þróa þægilega uppsetningu á stjórntækjum í innanrýminu. Allir stjórnrofar eru til að mynda þægilegri í notkun en áður.  Þar má nefna búnað eins og stjórntæki fyrir sjálfvirkt loftfrískunarkerfið (Climatronic) – sem fyrst var kynnt í Passat CC, og rofa fyrir rafstýrðar rúður sem nú eru framar á hurðunum sem auðveldar enn frekar aðgengi að þeim. 


Eitt er það sem allir ættu að kannast við í þessari upptalningu: Það er nefnilega dæmigert hvernig Volkswagen leggur sig í líma við að fullkomna hvert einasta smáatriði í bílnum. Tökum sem dæmi „sætisbeltaskynjara” í aftursætum. Sé Golf búinn hliðaröryggispúðum fyrir aftursæti sést á fjölaðgerðaskjá í stjórnrýminu hvort farþegar í afturrými, hver í sínu sæti, spenni sætisbeltin. Annað dæmi á við um leðursætin. Þau eru klædd nýrri og sterkari gerð leðurs. Það þriðja tekur til farangursrýmisins. Þar er að finna fjóra hagnýta hanka sem gott er að hengja innkaupapokana á, svo innihaldið dreifist ekki út um allt farangursrýmið. Enn eitt dæmið eru hliðarspeglarnir. Þökk sé loftaflsfræðilegri hönnun þeirra sest mun minna af óhreinindum á þá en ella. Ennfremur er auðveldara að stilla þá innan úr bílnum þar sem rafstýrður stjórnrofinn er núna staðsettur ofar og framar á hurðinni.