Fara í efni

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Mitsubishi Motors kynnti á dögunum fjórðu og nýjustu útfærslu Mitsubishi Outlander tengitvinnbílsins við góðar undirtektir. Ljóst er að margir Íslendingar bíða spenntir eftir nýrri kynslóð Outlander enda fyrri þrjár kynslóðir selst í rúmlega 6.000 eintökum hérlendis og var bíllinn um árabil einn af vinsælustu bílum landsins. „Það er mikil eftirvænting meðal starfsmanna að fá fyrstu bílana til okkar í Heklu enda teljum við bílinn smellapassa íslenskum aðstæðum,“ segir Hlynur Hjartarson, vörustjóri Mitsubishi hjá Heklu. Nýr Outlander er væntanlegur til Heklu í aprílmánuði.

Hefur þú áhuga á að fá nýjustu fréttir af Mitsubishi Outlander?

Endilega skráðu þig á póstlistann og við sendum þér nýjustu fréttir um leið og þær berast.