Karfan er tóm.
Bókaðu þjónustuskoðun á netinu
Finndu þann tíma sem hentar þér best
Nú geta eigendur HEKLU bíla fundið þann tíma sem þeim hentar best og bókað sjálfir þjónustuskoðun fyrir bílinn á netinu. Tryggðu verðmæti bílsins og haltu ábyrgðinni með því að láta þjónustuskoða hann reglulega hjá viðurkenndum aðila.
Ýtið hér til þess að velja þá þjónustuskoðun sem við á.
Við hjá Heklu erum stolt af bifreiðaverkstæðinu okkar. Bifreiðaverkstæði Heklu hefur áralanga reynslu í að annast viðgerðir og þjónustuskoðanir fyrir Volkswagen, Skoda, Audi og Mitsubishi. Við erum ávallt að bæta þekkingu fagmanna okkar ásamt því að við tileinkum okkur nýjustu tækni fyrir bifreiðina þína hverju sinni. Með öðrum orðum - við gjörþekkjum bílinn þinn.
Fagmenn okkar eru sérhæfðir í hverri bíltegund fyrir sig. Þeir mynda teymi sem sérhæfa sig í þeim bifreiðum sem þeirra teymi annast. Stanslaus miðlun þekkingar frá framleiðendum ásamt virku námskeiðshaldi allan ársins hring gerir fagmannin sem annast þína bifreið eins vel í stakk búinn eins og möguleiki er á. Aukin þekking fagmanna styttir tíma og eykur öryggi í bilanagreiningu sem leiðir til mun bættrar þjónustu við þig.
Bílar eru með stærri fjárfestingum sem lagst er í og því mikilvægt að viðhalda verðgildi bílsins. Við hjá Heklu veitum 2ja ára ábyrgð á öllum varahlutum og þeirri vinnu sem framkvæmd er á verkstæði okkar. Það er mikilvægt fyrir líftíma, endingu og öryggi bílsins að láta framkvæma reglulegar þjónustuskoðanir. Það tryggir einnig hámarksverð í endursölu og gerir bílinn þinn mun vænlegri söluvöru. Einstök gæði uppruna varahluta og hátt tæknistig stuðla að því að þú haldir verðgildi bílsins eins og kostur er til. Það er okkar metnaður að þú verndir fjárfestingu þína eins vel og mögulegt er.
Hér finnur þú upplýsingar um þjónustuþörf HEKLU bíla.