Karfan er tóm.
DAKAR, leið 5, 7. janúar 2009, úrslit.
08. janúar. 2009
Suðurafríski ökuþórinni Giniel DE VILLIERS náði óvænt í gær besta tíma á 763 km sérleið milli Neuquén og San Rafel. Þjóðverjinn Dieter DEPPING kom í mark á 2 mín lakari tíma.Suðurafríski ökuþórinni Giniel DE VILLIERS náði óvænt í gær besta tíma á 763 km sérleið milli Neuquén og San Rafel. Þjóðverjinn Dieter DEPPING kom í mark á 2 mín lakari tíma.Suðurafríski ökuþórinni Giniel DE VILLIERS náði óvænt í gær besta tíma á 763 km sérleið milli Neuquén og San Rafel. Þjóðverjinn Dieter DEPPING kom í mark á 2 mín lakari tíma.
Carlos Sainz velti bílnum sínum skammt frá endalínunni eftir að hafa glímt við bilað vökvastýri síðustu 200 kílómetrana og varð því að láta sér lynda 9 sætið. Með sigri de Villiers komst Al-Attyah upp í fyrsta sætið og de Villiers í annað, en Carlos Sainz féll niður í þriðja eftir ófarir gærdagsins.
Í dag verður ekin sjötta sérleiðin á milli San Rafael og Mendoza sem spannar alls 625 km, þar af 60 km á hreinum eyðimerkursandi. Ökumenn geta valið um margar leiðir á sem margar hverjar geti reynst erfiðar yfirferðar. Ekið verður á um 825 metrum yfir sjávarmáli.
Staðan eftir sjöttu akstursleið er sem hér segir:
Sæti | Ökuþór | Framleiðandi | Tími (sæti) | Heildarími/Munur |
1 | Nasser Al-Attiyah/Tina Thörner (Q/S) | BMW X3 | 5h53m06s (4.) | 18h44m37s |
2 | Giniel de Villiers/Dirk von Zitzewitz (ZA/D) | Volkswagen Race Touareg | 5h47m43s (1.) | + 2m24s |
3 | Carlos Sainz/Michel Périn (E/F) | Volkswagen Race Touareg 2 | 6h03m25s (9.) | + 6m33s |
4 | Mark Miller/Ralph Pitchford (USA/ZA) | Volkswagen Race Touareg 2 | 5h56m42s (6.) | + 19m55s |
5 | Nani Roma/Lucas Cruz Senra (E/E) | Mitsubishi Racing Lancer | 6h01m21s (8.) | + 24m29s |
6 | Stéphane Peterhansel/Jean-P. Cottret (F/F) | Mitsubishi Racing Lancer | 5h54m55s (5.) | + 28m44s |
7 | Robby Gordon/Andy Grider (USA/USA) | Hummer | 5h51m55s (3.) | + 41m48s |
Hægt er að fylgjast með Dakarrallinu hér: