Karfan er tóm.
Dakar-rallið 2010 - VW með þrefaldann sigur!
Lokastaða Dakar rallsins 2010:
Sæti |
Ökumaður | Lið | Tími |
1. |
C. Sainz | Volkswagen | 47:10.0,0 |
2. |
N. Al-Attiyah | Volkswagen | + 2.12,0 |
3. |
M. Miller | Volkswagen | + 32.51,0 |
4. |
S. Peterhansel | BMW | + 2:17.21,0 |
5. |
G. Chicherit | BMW | + 4: 2.49,0 |
6. |
C. Sousa | Mitsubishi | + 4:31.45,0 |
7. |
G. de Villiers | Volkswagen | + 5:10.19,0 |
8. |
R. Gordon | Hummer | + 6: 2.24,0 |
9. |
O. Terranova | Mitsubishi | + 6: 4.47,0 |
10. |
G. Spinelli | Mitsubishi | + 6:13.41,0 |
11. |
L. Novitskiy | BMW | + 6:38.35,0 |
12. |
M. Barbosa | Mitsubishi | + 7:21.23,0 |
13. |
N. Misslin | Mitsubishi | + 8:56.41,0 |
14. |
R. Leal dos Santos | BMW | + 9:37.21,0 |
15. |
T. van Deijne | Mitsubishi | + 13:51.48,0 |
16. |
B. Errandonea | SMG | + 15:15.12,0 |
17. |
J. Mitsuhashi | Toyota | + 17:39.58,0 |
18. |
M. Kahle | Buggy | + 19:26.37,0 |
19. |
P. Sireyjol | Bowler | + 20:56.45,0 |
20. |
R. Bailey | Hummer | + 21:17.0,0 |
21. |
S. Henrard | Buggy-VW | + 21:39.41,0 |
22. |
Y. Solovyev | SMG | + 23: 2.47,0 |
23. |
X. Foj | Toyota | + 24:17.25,0 |
24. |
F. Favre | Toyota | + 26:42.49,0 |
25. |
Y. Fromont | Bowler | + 29:55.2,0 |
26. |
S. Schott | Mitsubishi | + 30:10.34,0 |
27. |
J. Azevedo | Mitsubishi | + 30:25.30,0 |
28. |
N. Lu | Chery | + 31: 6.47,0 |
29. |
Y. Jiang | Chery | + 31:49.13,0 |
30. |
F. Chavigny | Nissan | + 32: 4.16,0 |
Dakar-rallið hafið - 16 daga þolraun fyrir menn og tæki
Dakar-rallið, sem áður hét París-Dakar, er einn þekktasti viðburður í heimi akstursíþróttanna á ári hverju. Það fer núna fram í 31. sinn og hefur nákvæmlega ekkert með borgina Dakar í Senegal að gera frekar en París í Frakklandi. Upphafspunkturinn og endapunkturinn að þessu sinni er nefnilega Buenos Aires í Argentínu og leiðin liggur um Argentínu og Chile, um eyðimörkina Atacama í Chile sem er sögð sú þurrasta í heimi. Ekinn verður alls 9.030 km hringur um Suður-Ameríku á 16 dögum. Þar af eru um 4.800 km á sérleiðum og þær munu reyna allverulega á færni og úthald ökumanna.
Alls taka 552 keppendur þátt í rallinu, þar af 161 á mótorhjólum, 29 á fjórhjólum, 140 bílar með tveggja manna áhöfn og 52 trukkar með þriggja manna áhöfn. Rallið hefst ávallt fyrsta dag nýs árs og því lýkur 16. janúar þar sem það byrjaði í Buenos Aires í Argentínu.
Hægt er að fylgjast með stöðu Dakar-rallísins á www.dakar.com og á heimasíðu Volkswagen liðsins www.volkswagen-motorsport.com