Karfan er tóm.
Vandkvæði við hleðslu innfluttra VW raf- og tengiltvinnbíla frá Bandaríkjunum.
Raf- og tengiltvinnbílar frá Volkswagen á borð við e-Golf og Golf GTE eiga miklum vinsældum að fagna. Einhverjir hafa flutt inn slíka bíla frá Bandaríkjunum og að gefnu tilefni verður að taka það fram að slíkir bílar eru ekki með sömu hleðslutengi og þeir sem koma frá höfuðstöðvum Volkswagen í Þýskalandi. Þetta veldur vandkvæðum hvað varðar hleðslu á innfluttum bílum; bæði heimahleðslu og hraðhleðslu.
Í Bandaríkjunum er 110 volta spenna í heimahúsum en ekki 220 volta spenna líkt og á Íslandi. Það þýðir að ekki er hægt að hlaða raf- og tengiltvinnbíla heima fyrir nema með því að láta breyta snúrunum fyrir heimahleðsluna.
Hraðhleðslukerfið í Bandaríkjunum er einnig ólíkt því sem notað er í Evrópu. Tengin eru mismunandi í laginu þannig að og tengi úr innfluttum bíl passar ekki í innstungurnar í Evrópska kerfinu. Að auki eru ekki fáanleg millistykki til að brúa bilið. Eins og staðan er í dag er hreinlega ekki hægt að hraðhlaða rafbíla sem eru innfluttir frá Bandaríkjunum (tengiltvinnbíla er ekki hægt að hraðhlaða yfir höfuð) og engin lausn er í sjónmáli.
Meðfylgjandi er mynd sem sýnir muninn á tengjunum eftir löndum. Tengið til vinstri er frá Bandaríkjunum og myndin til hægri sýnir evrópska tengið.