Karfan er tóm.
Enn ein fjöður í hatt Audi
Audi er á stafrænni siglingu en yfirmaður tæknideildarinnar, Mattias Ulbrich, hlaut nú í júní verðlaunin European Chief Information Officer of the Year. Það er evrópska fyrirtækjanetverkið CIONET sem stendur á bakvið verðlaunin sem veitt voru á CIO CITY ráðstefnunni í Brussel þann 4. júní síðastliðinn.
CIONET samanstendur af rúmlega fimm þúsund framkvæmdastjórum upplýsingatæknifyrirtækja frá átján löndum en dómnefndina skipa tólf sérfræðingar í upplýsingatækni á sviði viðskipta, vísinda og stjórnmála.
Samkvæmt dómnefndinni var það frumleg skipulagssnilli í upplýsingatækni sem og teymisvinna sem landaði Ulbrich og starfsfélögum þessum eftirsóttu verðlaunum. Þetta undirstrikaði Ulbrich þegar hann tók við verðlaununum. Á tímum stafrænnar tækni er þverfaglegt samstarf lykillinn að velgengni. Bestu hugmyndirnar að virkri mótun á hröðum umskiptum koma í teymisvinnu.