Karfan er tóm.
Freyja fær afhentan sjö manna Caddy
Baráttukonan, meistaraneminn og varaþingkonan Freyja Haraldsdóttir fékk á dögunum afhentan sérútbúinn sjö manna Volkswagen Caddy Comfortline. Freyja er með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og bíllinn hefur verið aðlagaður að þörfum Freyju og aðstoðarfólks hennar. Hann er útbúinn hjólastólaramp og sérstökum festingum í gólfi en að auki getur hann lagt sjálfur í stæði sem kemur sér vel á svona stórum og veglegum bíl.
Það var Ívar Þór Sigurþórsson, sölustjóri Volkswagen Atvinnubíla, sem afhenti Freyju Caddy-inn góða en hún hefur verið bíllaus um langa hríð og var að vonum ánægð með nýjan fararkost. Aðspurð sagðist hún ætla að fórna því að horfa á landsleik Íslands og Austurríkis í fótbolta og fara heldur í langþráðan bíltúr og hlusta á lýsinguna í útvarpinu. Tímasetning afhendingarinnar var skemmtileg en Freyja átti einmitt stórafmæli þann 27. júní síðastliðinn og varð þá þrítug. HEKLA óskar Freyju til hamingju með bílinn og afmælið.