Karfan er tóm.
Frumsýning á Skoda Karoq!
Laugardaginn 24. febrúar frumsýnir HEKLA glænýja jepplinginn Skoda Karoq í sýningarsal Skoda að Laugavegi 170 174. Sýningin stendur frá 12 til 16 og boðið verður upp á Krispy Kreme, rjúkandi heitt kaffi frá Kaffitár og andlitsmálningu fyrir börnin.
Karoq er einstaklega rúmgóður, glæsilega útbúinn með allt að 1.630 lítra farangursrými, LED framljós og er fyrsti bíllinn frá Skoda sem fæst með stafrænu mælaborði. Hann er með ríkulegan staðalbúnað og býður upp á lausnir og tækninýjungar sem gera aksturinn öruggari og skemmtilegri.
Nýi sportjeppinn Skoda Karoq kemur sterkur í kjölfar Kodiaq sem kom á markað í fyrra og hefur heldur betur slegið í gegn. Hann kemur í mörgum útfærslum og hægt er að velja um fjórhjóla- eða framhjóladrif, beinskiptan eða sjálfskiptan. Það er gaman að geta bætt í framboðið af fjórhjóladrifnum kostum og þá sérstaklega með margverðlaunuðum bíl á borð við Karoq, segir Gestur Benediktsson sölustjóri Skoda.
Líkt og stóri bróðir Kodiaq hefur Karoq vakið mikla lukku og hlotið ýmsar viðurkenningar. Hann kom sá og sigraði í flokki jepplinga í Best Car?, hlaut hin eftirsóttu Autonis hönnunarverðlaun fyrir bestu nýju hönnunina í flokki sportjeppa, nældi sér í hið eftirsótta Gullstýri, eða Golden Steering Wheel, og skartar fimm stjörnum í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.
Skoda Karoq fæst í bæði Ambition og Style útfærslum og kostar frá 3.890.000 kr.