Karfan er tóm.
Golf Metan bætist í hópinn
Volkswagen Golf hefur um árabil verið mest seldi bíllinn á Íslandi enda kemur hann til móts við allar þarfir viðskiptavina. Hver sem spurningin er þá hefur Golf svarið. Þannig er hægt að velja á milli ólíkra aflgjafa á borð við bensín, dísil, metan og rafmagn, auk tvíorkubíla sem eru jafnvígir á tvo aflgjafa. Það er óhætt að segja að úrvalið sé hvergi meira en í röðum Volkswagen Golf bíla.
Á næstu dögum fær Golf enn eina rósina í hnappagatið þegar Golf Metan bætist í Volkswagen fjölskylduna. Golf Metan er jafnvígur á metan og bensín og hefur því mikla drægni. Hann er jafn kraftmikill og bensín- eða dísilbíll og kemur með 1.4 TGI vél sem skilar 110 hestöflum og togar jafnmikið og 1.4 TSI 122 hestafla vélin. Enginn munur er á búnaði í venjulegum Golf og þeim sem er metanknúinn og sömu valmöguleikar eru á aukahlutum.
Golf Metan er á frábæru verði; aðeins frá 3.090.000 kr.