Karfan er tóm.
Hættur hjá Heklu eftir 55 ár!
Í dag er fyrsti dagurinn í 55 ár sem Erling B. Ottósson mætir ekki til vinnu í Heklu. Hann var ráðinn sem nemi í bifvélavirkjun árið 1963 en þegar á reyndi kom í ljós að fullmannað var á verkstæðinu og Erling því tímabundið látinn vinna í tölvudeild þess tíma, svokallaðri spjaldskrá, þar til pláss opnaðist. Það er skemmst frá því að segja að Erling starfaði ekki einn einasta dag á verkstæðinu en hefur hins vegar spreytt sig á afgreiðslu á lager og í varahlutaverslun og hefur síðustu árin starfað við innkaup fyrir varahlutadeildina. „Það er mikill missir í Erling sem hefur verið alger lykilstarfsmaður í innkaupum varahluta hér í Heklu,“ segir Kristján M. Ólafsson framkvæmdastjóri innkaupa og varahluta. „Hann hefur fylgt fyrirtækinu í gegnum margvísleg ævintýri og breytingar síðustu 55 árin og er sannkallaður viskubrunnur þegar kemur að sögu fyrirtækisins. Það er óhætt að segja að Erlings verður sárt saknað.“
Samanlagður 136 ára starfsaldur
Reynsluboltarnir Sverrir, Erling og Sigfús.