Karfan er tóm.
HEKLA á leið um landið
Mánudaginn 30. maí hefst hringferð bílaumboðsins HEKLU um landið. Ferðin stendur yfir í viku og á þeim tíma verða 26 staðir heimsóttir. Auk þrautreyndra starfsmanna verður fjölbreytt úrval bíla með í för frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi. Má þar nefna Skoda Superb 4x4, Volkswagen Passat Alltrack, Mitsubishi Outlander Phev, Volkswagen Caddy og Audi Q7.
Ferðin hefst á Norðurlandi og endar á Hellu. Fyrsti áfangastaður er Hvammstangi og á hverjum stað verður boðið upp á reynsluakstur auk þess sem gestir og gangandi geta skráð sig í skemmtilegan leik þar sem meðal annars er hægt að vinna stúkumiða á Justin Bieber og veglegan ferðavinning en dregið verður úr pottinum þann 16. júní.
Þetta verður afar skemmtilegt og við munum fara víða en þrír til fjórir staðir verða heimsóttir á dag, segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda, sem er einn af átta starfsmönnum HEKLU sem tekur þátt í hringferðinni. Það verða átta bílar með í hringferðinni og við munum bjóða upp á reynsluakstur og alls kyns skemmtilegheit. Við verðum með myndavélina á lofti og fólk getur fylgst með ferðinni á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #heklusumar. Einnig minnum við á Facebook-síðu HEKLU (https://www.facebook.com/hekla.is) þar sem fréttir af ferðinni munu koma inn reglulega á meðan henni stendur.
HEKLA verður á eftirfarandi stöðum:
Mánudagurinn 30. maí:
Hvammstangi, við Félagsheimilið, frá kl. 14-15
Blönduós, N1, frá kl. 17-18
Skagaströnd, Olís, frá kl. 20-21
Þriðjudagurinn 31. maí:
Sauðárkrókur, KS Bíla og vélaverkstæði, frá kl. 10-12
Siglufjörður, Olís, frá kl. 14-16
Ólafsfjörður, Olís, frá kl. 17-18
Dalvík, N1, frá kl. 20-21
Miðvikudagurinn 1. júní:
Húsavík, N1, frá kl. 10-11
Kópasker, N1, frá kl. 13-14
Raufarhöfn, N1, frá kl. 16-17
Þórshöfn, N1, frá kl. 20-21
Fimmtudagurinn 2. júní:
Vopnafjörður, Kauptún, frá kl. 10-11
Egilsstaðir, Bílaverkstæði Austurlands, frá kl. 14-16
Seyðisfjörður, Orkuskálinn, frá kl. 17-18
Reyðarfjörður, Olís, frá kl. 20-21
Föstudagurinn 3. júní:
Neskaupstaður, Olís, frá kl. 10-11
Eskifjörður, Samkaup, frá kl. 13-14
Fáskrúðsfjörður, Kaffi Sumarlína, frá kl. 16-17
Stöðvarfjörður, Saxa Fjarðarbraut, frá kl. 18-19
Laugardagurinn 4. júní:
Breiðdalsvík, Hótel Bláfell, frá kl. 10-11
Djúpivogur, Samkaupsplan, frá kl. 13-14
Höfn í Hornafirði, Olís, frá kl. 17-19
Sunnudagurinn 5. júní:
Kirkjubæjarklaustur, N1 Skaftárskáli, frá kl. 10-11
Vík, N1 Víkurskáli, frá kl. 13-14
Hvolsvöllur, Hlíðarendi, frá kl. 16-17
Hella, Olís, frá kl. 18-19