Karfan er tóm.
HEKLA afhendir þrjú þúsundasta bíllinn
Á Þorláksmessu afhenti HEKLA þrjú þúsundasta bílinn á árinu. Þórður Björnsson tók við lyklunum að metan- og bensínbílnum Skoda Octavia G-Tec af Gesti Benediktssyni sölustjóra Skoda. Skoda Octavia er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi árið 2015 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.
Skoda Octavia fæst með fjölbreyttum aflgjöfum og hægt er að velja á milli bensínbíls, dísilbíls og tvinnbílsins G-Tec sem er jafnvígur á metan og bensín. Helsti ávinningur af metanbílum er eldsneytisparnaðurinn en metan er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. Í Skoda Octavia G-Tec sameinast kostir metans og bensíns þar sem hann nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Hann hefur einnig mikla drægni, eða allt að 1300 km á áfyllingu og hentar því vel fyrir fólk á faraldsfæti.
Skoda G-tec hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því að hann var kynntur til leiks í vor enda frábær fyrir þá sem sækjast eftir umhverfisvænum og sparneytnum fararkosti. Kostir Skoda G-Tec eru fjölmargir. Hann er hljóðlátur og öruggur í akstri og heildstæður öryggispakki bílsins fékk 5 stjörnur í Euro NCAP árekstraprófunum. Skoda Octavia G-Tec er bíll sem hefur reynst viðskiptavinum okkar afar vel og það er mikil ánægja með hann. Metan er bæði umhverfis- og kostnaðarvænn eldsneytisgjafi og svo má líka leggja bílnum frítt í stæði, segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda.