Fara í efni

HEKLA afhendir tvo nýja veltibíla

Knútur G. Hauksson, forstjóri HEKLU, afhenti nýlega tvo nýja veltibíla sem Volkswagenverksmiðjurnar í Þýskalandi hafa gefið hingað til lands til að stuðla að auknu umferðaröryggi.Knútur G. Hauksson, forstjóri HEKLU, afhenti nýlega tvo nýja veltibíla sem Volkswagenverksmiðjurnar í Þýskalandi hafa gefið hingað til lands til að stuðla að auknu umferðaröryggi.Knútur G. Hauksson, forstjóri HEKLU, afhenti nýlega tvo nýja veltibíla sem Volkswagenverksmiðjurnar í Þýskalandi hafa gefið hingað til lands til að stuðla að auknu umferðaröryggi.
  • Velta í veltibíl orðin skylda í ökunámi á Íslandi
  • Um 250 þúsund Íslendingar hafa prófað að fara í veltibíl frá því fyrsti bíllinn kom fyrir 15 árum
  • Veltibílarnir hafa skipt sköpum í umferðarfræðslu við að sýna fram á öryggishlutverk bílbelta
  • Bílvelta sviðsett til að sýna hættuna sem stafar af lausamunum við slíkar aðstæður

HEKLA, umboðsaðili Volkswagen hér á landi, annast alla þjónustu við veltibílana sem verða í eigu Forvarnahússins annars vegar og Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna, Sjóvár og Umferðarstofu hins vegar. Samstarf þessara aðila hefur staðið í 15 ár og eru þetta fjórði og fimmti veltibíllinn sem koma til landsins fyrir tilstuðlan HEKLU og Volkswagenverksmiðjanna. Þeir eru af gerðinni Volkswagen Golf og verða nýttir við ökukennslu og umferðarfræðslu fyrir ökumenn um allt land.


15 ára árangursríkt samstarf um mikilvægi notkunar bílbelta
Fyrsti veltibíllinn kom til landsins í maí 1995. Hann var í notkun í fimm ár og prófuðu um 100 þúsund einstaklingar hann. Um 82 þúsund manns prófuðu veltibíllinn sem var í notkun frá 2000 til 2005 og yfir 66 þúsund manns hafa prófað þriðja veltibíllinn sem tekinn var í notkun árið 2005 og verður nú leystur af hólmi af nýju bílunum tveimur. Samtals hafa því um 250 þúsund manns prófað að fara í veltibíl frá því verkefnið hófst.

„Veltibílinn er gríðarlega mikilvægt tæki í baráttunni fyrir aukinni bílbeltanotkun. Bílbeltin hafa margsannað gildi sitt og það er afar gleðilegt að Volkswagen og HEKLA skuli styðja baráttuna með þessum hætti,“ segir Guðmundur Karl Einarsson, framkvæmdastjóri Brautarinnar-bindindisfélags ökumanna.


Ökunemar skyldugir að fara í veltibíl
Ástæða þess að tveir veltibílar leysa nú af hólmi þann gamla er að allir ökunemar eru nú skyldaðir til að prófa veltibíl í ökunáminu og er notkun veltibíls þar með orðinn hluti af almennu ökunámi hérlendis.

„Meginmarkmiðið með veltibílunum er að kynna ökumönnum hversu mikilvægt er að nota alltaf bílbeltin því slysin gera ekki boð á undan sér,“ segir Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár. „Ökumenn fá t.d. að reyna hvernig er að komast út úr bíl sem hafnað hefur á hvolfi en útafakstur er algengasta orsök slysa í umferðinni í dag. Um 4% umferðaróhappa í fyrra voru vegna útafaksturs og hátt í þriðjungur þeirra sem slösuðust í umferðinni í fyrra, eða um 750 einstaklingar, slösuðust í útafakstri. Án veltibílanna gætum við ekki sýnt fram á mikilvægi bílbeltanna á jafn áhrifaríkan hátt og kunnum við HEKLU og Volkswagen bestu þakkir fyrir þeirra höfðinglega framlag til umferðaröryggismála.“

Bílvelta sviðsett á Hekluplaninu
„Okkur er það mikið ánægjuefni að styðja við forvarnarstarf í umferðinni með þessum hætti,“ segir Knútur G. Hauksson, forstjóri HEKLU, í tilefni af afhendingu nýju veltibílanna.
Við það tækifæri var jafnframt sviðsett bílvelta á planinu hjá HEKLU þar sem myndavélum var komið fyrir inni í gamla veltibílnum, sem orðinn er úreltur, til að sýna hvaða hætta bílstjórum og farþegum getur stafað af lausum munum þegar bílar velta eða lenda í árekstri.

„Lausir munir geta haft mjög alvarlegar afleiðingar í bílveltu eða árekstri,“ segir Knútur og bendir á, því til áréttingar, að þyngd 200 gramma farsíma samsvari t.d. um 26 kg ef bíll lendi í árekstri eða velti á 90 km hraða! „Það er mikilvægt að bæði ökumenn framtíðarinnar og við sem erum með bílpróf í dag áttum okkur á þessum hættum,“ segir forstjóri HEKLU.