Karfan er tóm.
HEKLA er framúrskarandi fyrirtæki
HEKLA hf. tók á dögunum við viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2018 en þetta er annað árið í röð sem Hekla tekur á móti þessari viðurkenningu.
Um 2% íslenskra fyrirtækja koma til greina sem Framúrskarandi fyrirtæki 2018 en Creditinfo veitti á dögunum téða viðurkenningu í níunda sinn. Hekla hf. er meðal þeirra fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Hörpunni á dögunum og tók Hjördís María Ólafsdóttir markaðsstjóri Heklu hf. við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins.
Samkvæmt Creditinfo er meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa en til grundvallar liggja ávallt síðustu þrjú rekstrarár.
„Við hjá Heklu tökum stolt við viðurkenningu Creditinfo sem eitt af þeim 2% íslenskra fyrirtækja er hljóta titilinn Framúrskarandi fyrirtæki 2018. Það er afar ánægjulegt að hljóta þessa viðurkenningu og sýnir að bílaumboð eiga fullt erindi þarna inn. Starfsfólk Heklu leggur hart að sér til að sinna góðu starfi og það sannar sig hér,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu.