Fara í efni

HEKLA fær vottun fyrir ISO gæðastaðal

HEKLA hefur nú uppfyllt gæðakröfur ISO 9001:2000 staðalsins, en sú vottun var staðfest af TUV vottunaraðilanum í Þýskalandi, sem ber ábyrgð á vottun á sölu- og þjónustuneti Volkswagen samsteypunnar um allan heim. HEKLA hefur nú uppfyllt gæðakröfur ISO 9001:2000 staðalsins, en sú vottun var staðfest af TUV vottunaraðilanum í Þýskalandi, sem ber ábyrgð á vottun á sölu- og þjónustuneti Volkswagen samsteypunnar um allan heim. HEKLA hefur nú uppfyllt gæðakröfur ISO 9001:2000 staðalsins, en sú vottun var staðfest af TUV vottunaraðilanum í Þýskalandi, sem ber ábyrgð á vottun á sölu- og þjónustuneti Volkswagen samsteypunnar um allan heim.

 

 

Vottunin nær til sölu og þjónustu á fólks- og atvinnubílum frá Volkswagen auk Audi og innan skamms lýkur sambærilegu vottunarferli fyrir Skoda með samsvarandi gæðavottun. Gæðakerfið tekur á öllum þáttum sölu, og þjónustu fyrir Volkswagen samsteypuna sem er stærsti bílaframleiðandi í Evrópu.

 

Jákvæðar breytingar

Að sögn Knúts G. Haukssonar forstjóra HEKLU var það lærdómsríkur og jákvæður ferill fyrir starfsemina og starfsmenn HEKLU að fara í gegnum vottunarferlið sem hefur verið í undirbúningi allt síðasta ár.  “Volkswagen samsteypan leggur gríðarlega mikið upp úr þessari gæðavottun og höfum við lagt mikið í þetta verkefni undanfarna mánuði. Innleiðing staðalsins hefur leitt til jákvæðra skipulagsbreytinga innan félagsins, skýrari ákvörðunartöku og vinnuferla og síðast en ekki síst betri þjónustu til viðskiptavina okkar. Þá höfum við uppfyllt sérkröfur hvers vörumerkis og erum á lokastigum þess að aðgreina öll okkar vörumerki bæði í sölu og þjónustu, eins og framleiðandinn gerir kröfu um.”

 

Aukið vægi þjónustu

Samhliða gæðavottun hefur félagið aukið við sig í húsnæði á Laugavegi þar sem markmiðið er að stórauka þjónstu við viðskiptavini. “Við höfum stóraukið þjónustu okkar með því að bæta við okkur húsnæði á Laugavegi sem notað hefur verið í aðra starfsemi. Vinnustöðvum bifvélavirkja hefur fjölgað, við höfum opnað þjónustuver og aukið enn frekar við þjónustu í móttöku bílaverkstæðis. Vissulega hefur dregið mikið úr sölu nýrra bíla og hefur það mikil áhrif á starfsemi okkar eins og hjá öllum fyrirtækjum landsins. Við hins vegar ætlum að leggja okkur þeim mun meira fram um að veita afburða góða þjónustu og byggja á þeirri 75 ára reynslu sem HEKLA býr yfir”, segir Knútur G. Hauksson, forstjóri HEKLU.