Karfan er tóm.
HEKLA frumsýnir Volkswagen Golf
Golf er margverðlaunaður fólksbíll sem farið hefur sigurför um heiminn og var m.a. á dögunumb útnefndur „Heimsbíll ársins 2009" af 59 bílablaðamönnum frá 25 löndum.
Volkswagen Golf fæst nú með TSI bensínvél sem hlaut "Alþjóðlegu vélarhönnunarverðlaunin 2008". TSI vélin þykir setja ný viðmið í sínum flokki með auknu afli ásamt mun betri eldsneytisnýtingu. Einnig verður Golf fáanlegur með TDI dísilvél um sem eyða einungis frá 4.5 l/100 í blönduðum akstri með 119 co2/km í útblæstri.
Volkswagen Golf hefur staðist allar helstu öryggisprófanir og hefur m.a. fengið fimm stjörnur hjá EURONCAP fyrir öryggi. Meðal nýjunga í Golf eru hnéloftpúðar, sérstakir hliðarloftpúðar og öryggisviðvörun fyrir beltanotkun aftursætisfarþega.
Nýr Golf verður einnig frumsýndur hjá umboðsmönnum HEKLU á Akureyri, Akranesi, Reykjanesbæ og á Selfossi um helgina.
Opið verður 10-18 á föstudag og 12-16 á laugardag.
Notið tækifærið og reynsluakið nýjum Golf.