Karfan er tóm.
HEKLA og Græn Orka
HEKLA tók 17.september sl. þátt í ráðstefnu á vegum Grænu Orkunnar um Vistvænar Samgöngur á Íslandi. Á ráðstefnunni voru sýndir vistvænir valkostir sem HEKLA býður frá Volkswagen og Mitsubishi, en HEKLA hefur verið leiðandi í kynningu nýrra orkugjafa hérlendis
HEKLA tók 17.september sl. þátt í ráðstefnu á vegum Grænu Orkunnar um Vistvænar Samgöngur á Íslandi. Á ráðstefnunni voru sýndir vistvænir valkostir sem HEKLA býður frá Volkswagen og Mitsubishi, en HEKLA hefur verið leiðandi í kynningu nýrra orkugjafa hérlendis. Ráðstefnugestum bauðst að reynsluaka Mitsubishi Outlander PHEV, sem er fyrsti fjórhjóladrifs-tengiltvinnbifreiðin, e-up! frá Volkswagen, metandrifnum Passat og metandrifnum Volkswagen Caddy.
Bílarnir fengu afar góð viðtökur frá þeim sem reynsluóku og þá sérstaklega varð fólki á orði hve mikil tilbreyting það væri að keyra svona hljóðláta bíla en þegar bílarnir keyra um á rafmagninu eingöngu heyrist ekkert vélarhjól. Það gerir upplifunina við aksturinn talsvert ólíka því sem fólk er vant.
Smelltu hér til að skoða myndir