Fara í efni

Hekla opnar á ný í Reykjanesbæ.

Sölu- og þjónustuumboð HEKLU í Reykjanesbæ
Sölu- og þjónustuumboð HEKLU í Reykjanesbæ
Laugardaginn 3. september opnar Hekla sölu- og þjónustudeild á Njarðarbraut 11 (Fitjum) í Reykjanesbæ. Af því tilefni munu sölumenn taka á móti viðskiptavinum frá 12.00 – 16.00.Laugardaginn 3. september opnar Hekla sölu- og þjónustudeild á Njarðarbraut 11 (Fitjum) í Reykjanesbæ. Af því tilefni munu sölumenn taka á móti viðskiptavinum frá 12.00 – 16.00.

Laugardaginn 3. september opnar Hekla sölu- og þjónustudeild á Njarðarbraut 11 (Fitjum) í Reykjanesbæ. Af því tilefni munu sölumenn taka á móti viðskiptavinum frá 12.00 – 16.00 og sýna nýjustu gerðirnar af bílum frá Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi.

Ingibjörn Sigurðsson bifvélavirki hefur verið ráðinn sem móttökustjóri þjónustuverkstæðis en hann hefur m.a. áralanga reynslu af verkstæðismóttöku og afgreiðslu varahluta sem móttökustjóri í Reykjanesbæ. Til að byrja með annast Hekla rekstur þjónustuumboðsins en Ingibjörn mun taka við rekstrinum sem sjálfstæður rekstraraðili og umboðsmaður innan 6 mánaða. „Reykjanesið er eitt af mikilvægastu markaðssvæðum Heklu og því mjög ánægjulegt að geta á ný þjónustað fjölda viðskiptavina Heklu á þessu svæði. Það er mikill fengur að fá Ingibjörn í Hekluhópinn en hann er þrautþjálfaður fagmaður með áralanga reynslu“ segir Franz Jezorski, stjórnarformaður Heklu.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Hlökkum til að sjá ykkur.