Fara í efni

Hekla selur fullbúna sjúkrabíla til Færeyja

Færeysk heilbrigðisyfirvöld hafa undanfarið verið að endurskoða rekstur sjúkrabíla sinna, sem hafa verið af ýmsum gerðum og stærðum, en það hefur leitt af sér kostnaðarlega óhagkvæmni og rýrt rekstraröryggi þessara mikilvægu tækja.Færeysk heilbrigðisyfirvöld hafa undanfarið verið að endurskoða rekstur sjúkrabíla sinna, sem hafa verið af ýmsum gerðum og stærðum, en það hefur leitt af sér kostnaðarlega óhagkvæmni og rýrt rekstraröryggi þessara mikilvægu tækja.Færeysk heilbrigðisyfirvöld hafa undanfarið verið að endurskoða rekstur sjúkrabíla sinna, sem hafa verið af ýmsum gerðum og stærðum, en það hefur leitt af sér kostnaðarlega óhagkvæmni og rýrt rekstraröryggi þessara mikilvægu tækja. Þessi endurskoðun hefur orðið til þess að ákveðið hefur verið að kaupa eingöngu sjúkrabíla af gerðinni Volkswagen Transporter og hafa nú þegar verið afhentir 6 fullbúnir sjúkrabílar af þeirri ger til Landssjúkrahússins í Þórshöfn. HEKLA flytur bílana inn óinnréttaða, en semur við undirverktaka hérlendis, sem sjá um að innrétta sjúkrarýmið samkvæmt óskum kaupanda, og setja í bílana allan rafbúnað og fjarskiptatæki, sem sérhæfð eru fyrir slíkar bifreiðir. Hér er um töluvert mikla vinnu að ræða, m.a. er þakið hækkað um 28 cm. Og gólfið í sjúkrarými einnig hækkað lítillega. Fulltrúar Landssjúkrahússins í Þórhöfn báru saman innréttingar í sjúkrabíla frá ýmsum löndum, og komust að þeirri niðurstöðu að íslenska innréttingin væri vönduðust miðað við verð. Þetta er ákveðin viðurkenning á hugviti og handbragði íslenskra iðnaðarmanna, en Bifreiðasmiðja G&Ó sf. sér um að innrétta sjúkrarými bílanna og Tæknivélar sf. annast alla vinnu við rafbúnað og fjarskiptabúnað.