Fara í efni

Heklubílar á verðlaunapalli í Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu

Hekla skráði þrjá bíla til keppni og þeir röðuðu sér í þrjú efstu sætinHekla skráði þrjá bíla til keppni og þeir röðuðu sér í þrjú efstu sætinHekla skráði þrjá bíla til keppni og þeir röðuðu sér í þrjú efstu sætin


Í gær, miðvikudaginn 26. maí, fór fram Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu. Alls tóku 15 bílar frá 6 bílaumboðum þátt að þessu sinn við kjöraðstæður, lítinn vind og þurrviðri.  Eknir voru rúmir 140 kílómetrar, upp Mosfellsdal, meðfram Þingvallavatni, framhjá Selfossi og síðan Þrengslin til Reykjavíkur.

Í fyrsta sæti var Volkswagen Polo 1.6 dísil, árgerð 2010, með aðeins 2,93 lítra eyðslu á hundraðið. Ökumaður var Margeir K. Eiríksson.

Í öðru sæti var Skoda Octavia 1.9 dísil, árgerð 2009, með aðeins 2,95 lítra á hundraðið. Ökumaður var Friðrik Þór Halldórsson.

Í þriðja sæti var Audi A3 Sportback, 1.9 dísil, árgerð 2009, með aðeins 3,16 lítra á hundraðið. Ökumaður var Jón Þór Jónsson.

Keppnin í ár er sú fimmta í röðinni en hún var fyrst haldin árið 2005. Bílar frá Heklu hafa oft náð frábærum árangri í keppninni  en þó aldrei í sama mæli og nú.

Þess má að lokum geta að Skoda Octavia vann í sínum stærðarflokki og hefur gert það samfleytt frá árinu 2006.


Nánari upplýsingar um þessa frábæru bíla má finna á www.volkswagen.is, www.skoda.is og www.audi.is