Fara í efni

Hin árlega ferð Pajeroklúbbsins

Hin árlega ferð Pajeroklúbbsins verður farin laugardaginn 27. ágúst. Skráning og nánari upplýsingar hér. Hin árlega ferð Pajeroklúbbsins verður farin laugardaginn 27. ágúst. Skráning og nánari upplýsingar hér.

Skráning hér neðst

Pajeroklúbbsferð 27. ágúst nk.

Dagskrá:
09:00 Húsið opnar.
09:30 Mæting í Heklu á Laugavegi og morgunverður í boði Heklu.
10:00 Brottför frá Heklu.
11:30 Samansöfnun og brottför frá Hellu.

Ekið að Keldum og áfram inn á Fjallabaksleið syðri.
Ekið  sem leið liggur áfram og beygt til suðurs inn á Hungurfitsleið.
Upphafsstaður jeppaleiðar: Fjallabaksleið syðri.

Hungurfit: Vegalengd: 27 km.

Ekið er af Fjallabaksleið syðri við Rangárbotna og yfir Rangá á vaði vestan við Skyggnishlíðar um skarð sem heitir Hungurskarð. Er þá komið á grasi gróið slett lendi sem heitir Hungurfit. Þar er gangnamannaskáli. Síðan er ekið í gegnum skarð sem heitir Reiðskarð og  rennur á í gegnum skarðið sem heitir Hvítmaga og getur verið sandbleyta í  henni þar.

Þá er komið á Sultarfit. Ekið yfir fitina og upp í fjalllendi sem heitir Faxi. Síðan hallar niður og er þá komið niður að Markarfljóti. Þar stendur gangnamannaskáli og heitir þar í Króki. Við vegamótin að gangnamannaskálanum er beygt til hægri niður stutta  brekku og yfir Hvítmögu á vaði.
Nú tekur við akstur um brekkur innan við Litla Grænafjall og er þetta gróið land og fagurt og varast ber að víkja af slóða.

Þá er komið í fallegan dal sem heitir Þverárbotnar. Þá er ekið er eftir farvegi Þverár í gili og er sumstaðar æði þröngtvegna steina sem fallið hafa niður í ána. Þar við eru upp í hlíðinni á vinstri hönd hellisskútar sem notaðir voru sem náttstaðir gangnamanna og fjárból. Þvergil koma á Þverá og sum afar athyglisverð.

Síðan er ekið upp úr gilinu sem Þverá rennur í og komið á veg rétt sunnan við Markarfljótsbrúnna í Emstrum. Þá er beygt til hægri fyrir sunnan brúna á Markarfljótinu.
Síðan ökum við niður með Einhyrningi og áfram niður í Fljótshlíð þar sem ferðinni líkur formlega um kl 16.

Í ferðinni verður boðið upp á léttar veitingar.

Skráning í ferðina fer fram hjá Stefáni Sandholt í sts@hekla.is og í síma 590 5000

Vinsamlegast gefið upp:

nafn
kennitölu
farsímanúmer
bíltegund og skráningarnúmer
fjölda fullorðinna og barna

Hlökkum til að sjá þig!