Karfan er tóm.
Hin árlega ferð Pajeroklúbbsins
Skráning hér neðst
Pajeroklúbbsferð 27. ágúst nk.
Dagskrá:
09:00 Húsið opnar.
09:30 Mæting í Heklu á Laugavegi og morgunverður í boði Heklu.
10:00 Brottför frá Heklu.
11:30 Samansöfnun og brottför frá Hellu.
Ekið að Keldum og áfram inn á Fjallabaksleið syðri.
Ekið sem leið liggur áfram og beygt til suðurs inn á Hungurfitsleið.
Upphafsstaður jeppaleiðar: Fjallabaksleið syðri.
Hungurfit: Vegalengd: 27 km.
Ekið er af Fjallabaksleið syðri við Rangárbotna og yfir Rangá á vaði vestan við Skyggnishlíðar um skarð sem heitir Hungurskarð. Er þá komið á grasi gróið slett lendi sem heitir Hungurfit. Þar er gangnamannaskáli. Síðan er ekið í gegnum skarð sem heitir Reiðskarð og rennur á í gegnum skarðið sem heitir Hvítmaga og getur verið sandbleyta í henni þar.
Þá er komið á Sultarfit. Ekið yfir fitina og upp í fjalllendi sem heitir Faxi. Síðan hallar niður og er þá komið niður að Markarfljóti. Þar stendur gangnamannaskáli og heitir þar í Króki. Við vegamótin að gangnamannaskálanum er beygt til hægri niður stutta brekku og yfir Hvítmögu á vaði.
Nú tekur við akstur um brekkur innan við Litla Grænafjall og er þetta gróið land og fagurt og varast ber að víkja af slóða.
Þá er komið í fallegan dal sem heitir Þverárbotnar. Þá er ekið er eftir farvegi Þverár í gili og er sumstaðar æði þröngtvegna steina sem fallið hafa niður í ána. Þar við eru upp í hlíðinni á vinstri hönd hellisskútar sem notaðir voru sem náttstaðir gangnamanna og fjárból. Þvergil koma á Þverá og sum afar athyglisverð.
Síðan er ekið upp úr gilinu sem Þverá rennur í og komið á veg rétt sunnan við Markarfljótsbrúnna í Emstrum. Þá er beygt til hægri fyrir sunnan brúna á Markarfljótinu.
Síðan ökum við niður með Einhyrningi og áfram niður í Fljótshlíð þar sem ferðinni líkur formlega um kl 16.
Í ferðinni verður boðið upp á léttar veitingar.
Skráning í ferðina fer fram hjá Stefáni Sandholt í sts@hekla.is og í síma 590 5000
Vinsamlegast gefið upp:
nafn
kennitölu
farsímanúmer
bíltegund og skráningarnúmer
fjölda fullorðinna og barna
Hlökkum til að sjá þig!