Karfan er tóm.
Hreinræktaður Audi jeppi forsýndur!
Audi e-tron 55 quattro er með ríflega 400 km. drægni samkvæmt WLTP og er 5,7 sekúndur í hundraðið. Hann er með tvo rafmótora og stuðlar rafrænt aldrifið að frábærum aksturseiginleikum. Fjöldi hleðslumöguleika er fyrir hendi og jeppinn nýtir alla nýjustu tækni þannig að hægt sé að njóta aksturs á rafmagnsjeppa án málamiðlana.
Audi e-tron endurspeglar grunnatriðin í hönnun Audi á öld rafbílsins; bæði að innan sem að utan. Sérstakur dagljósabúnaður, rafhleðslulok, engin útblástursrör, saumar í sætum sem minna á rafmagnstöflu, allt eru þetta einkennandi smáatriði í hönnuninni sem gefa bílnum sinn einstæða svip.
Þegar ekið er af stað eru afköstin sambærilega við sportbíl og veitir nýja rafdrifna aldrifið besta mögulega veggripið og framúrskarandi aksturseiginleika við öll skilyrði sem gerir aksturinn skemmtilegan, á hvað undirlagi sem er.
Audi e-tron 55 quattro er ekki bara kjörinn fyrir daglegan akstur heldur líka afar meðfærilegur og sveigjanlegur í ferðalagið. Forsala stendur yfir á audi.is.