Karfan er tóm.
I-MiEv Rafmagnsbíllinn
Mitsubishi I-MiEv er fyrsti fjöldaframleiddi rafmangsbíllinn í heiminum og kom fyrst á markað árið 2009.
I-MiEv er afurð þróunarvinnu Mitsubishi sem hófst árið 1966 þar sem framtíðarsýnin var að hanna bíl sem myndi aka 100% á rafmagni og með 0 gr. af Co2 í útblæstri. Nú er biðin á enda og Mitsubishi I-MiEv er nú kominn í almenningssölu hér á íslandi á hagstæðu verði frá 3.890.000 kr.
Ef miðað er við 20.000 km akstur á ári þá er áætlaður orkukostnaður um 34.000 kr sem gerir um 350.000 kr. sparnað á ári í eldsneytiskostnað miðað við meðal bensínbíl. Einnig má nefna að rafmagnsbílar fá frítt í gjaldskyld bílastæði í 90 mínútur í Reykjavík ásamt því að í miðborginni má finna nokkur sérmerkt rafbílastæði þar sem hægt er að hlaða bílinn.
Kíktu við í HEKLU og reynsluaktu nýjum Mitsubishi I-MiEv og kynntu þér kosti rafmangsbíla.